Menntamál, ekki bara á tyllidögum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 18. maí 2018 12:31 Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðamikil í hátíðaræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir nær tíu árum var víðast hvar skorið niður fé til skóla. Í Kópavogi var skorið niður um tugi milljóna og á það bentum við hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar árið 2014. Þrátt fyrir betri efnahagsstöðu síðustu misserin hefur þeim fjármunum ekki verið skilað til baka. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs er búinn að núllstilla og gleyma. Börn líða fyrir að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga rétt á og þarfnast til að byggja upp sterka sjálfsmynd og menntast á eigin forsendum. Kennurum er sífellt falin aukin verkefni og álagið eykst. Ef áfram heldur sem horfir munu brátt vera fáir menntaðir kennarar í leikskólum bæjarins og grunnskólar gætu farið að standa frammi fyrir kennaraskorti. Loforðasamkeppni Nú fyrir sveitarstjórnakosningarnar keppast frambjóðendur við að yfirbjóða hvern annan og málefni leik- og grunnskóla eru fyrirferðamikil í loforðaflauminum. Í þessu sambandi vil ég minna á að þetta eru gjarnan sömu framboðin og hafa verið við völd í sveitarfélögunum, jafnvel í áratugi án þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar þeirra. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem birtist í málgagni þeirra Vogum, flokka þeir fyrsta skólastigið, leikskólann, til umönnunar en ekki menntunar og tala um dagMÆÐUR en ekki dagforeldra. Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir í fortíðinni og virðist ekki vita að leikskólar eru menntastofnanir og leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fulltrúi annars framboðs í Kópavogi hefur komið með tillögu um aukið eftirlit með fjarvistum kennara í grunnskólum. Traustinu til stéttarinnar, virðingu og þekkingu á málefninu er ekki fyrir að fara hjá þessum aðilum. Ég starfaði sem grunnskólakennari í Kópavogi í meira en 20 ár og hef unnið náið með leikskólakennurum undanfarin ár. Starfsfólk þessara stofnana vinnur mikilvægustu störf sveitarfélaganna, en býr við bág kjör, mikið álag og slæmar vinnuaðstæður. Þetta starfsfólk er undistaða velferðar hvers sveitafélags og menntunar barnanna okkar. Alla daga, ekki bara tyllidaga Vinstri græn í Kópavogi ætla að forgangsraða í þágu barna og fjölskyldna þeirra og okkur er alvara. Við viljum samvinnu við kennara og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, því þeir eru sérfræðingarnir. Gera þarf stórátak í að fjölga starfsfólki leikskóla, ekki síst leikskólakennurum og styrkja grunnskólann með auknum stuðningi við kennara og nemendur. Bæta þarf starfsaðstæður og launakjör, bæði í leik- og grunnskólum. Þetta þolir enga bið. Við hjá Vinstri grænum vitum að samfélag sem býr vel að börnum og forgangsraðar í þágu menntunar er gott samfélag. Við vitum líka að skólakerfið er hornsteinn menntunar og félagslegra framfara. Ítarlega og raunhæfa stefnu Vinstri grænna í Kópavogi má finna hér.Þú finnur okkur líka á Facebook. Margrét Júlía Rafnsdóttir er bæjarfulltrúi og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðamikil í hátíðaræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir nær tíu árum var víðast hvar skorið niður fé til skóla. Í Kópavogi var skorið niður um tugi milljóna og á það bentum við hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar árið 2014. Þrátt fyrir betri efnahagsstöðu síðustu misserin hefur þeim fjármunum ekki verið skilað til baka. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs er búinn að núllstilla og gleyma. Börn líða fyrir að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga rétt á og þarfnast til að byggja upp sterka sjálfsmynd og menntast á eigin forsendum. Kennurum er sífellt falin aukin verkefni og álagið eykst. Ef áfram heldur sem horfir munu brátt vera fáir menntaðir kennarar í leikskólum bæjarins og grunnskólar gætu farið að standa frammi fyrir kennaraskorti. Loforðasamkeppni Nú fyrir sveitarstjórnakosningarnar keppast frambjóðendur við að yfirbjóða hvern annan og málefni leik- og grunnskóla eru fyrirferðamikil í loforðaflauminum. Í þessu sambandi vil ég minna á að þetta eru gjarnan sömu framboðin og hafa verið við völd í sveitarfélögunum, jafnvel í áratugi án þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar þeirra. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem birtist í málgagni þeirra Vogum, flokka þeir fyrsta skólastigið, leikskólann, til umönnunar en ekki menntunar og tala um dagMÆÐUR en ekki dagforeldra. Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir í fortíðinni og virðist ekki vita að leikskólar eru menntastofnanir og leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fulltrúi annars framboðs í Kópavogi hefur komið með tillögu um aukið eftirlit með fjarvistum kennara í grunnskólum. Traustinu til stéttarinnar, virðingu og þekkingu á málefninu er ekki fyrir að fara hjá þessum aðilum. Ég starfaði sem grunnskólakennari í Kópavogi í meira en 20 ár og hef unnið náið með leikskólakennurum undanfarin ár. Starfsfólk þessara stofnana vinnur mikilvægustu störf sveitarfélaganna, en býr við bág kjör, mikið álag og slæmar vinnuaðstæður. Þetta starfsfólk er undistaða velferðar hvers sveitafélags og menntunar barnanna okkar. Alla daga, ekki bara tyllidaga Vinstri græn í Kópavogi ætla að forgangsraða í þágu barna og fjölskyldna þeirra og okkur er alvara. Við viljum samvinnu við kennara og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, því þeir eru sérfræðingarnir. Gera þarf stórátak í að fjölga starfsfólki leikskóla, ekki síst leikskólakennurum og styrkja grunnskólann með auknum stuðningi við kennara og nemendur. Bæta þarf starfsaðstæður og launakjör, bæði í leik- og grunnskólum. Þetta þolir enga bið. Við hjá Vinstri grænum vitum að samfélag sem býr vel að börnum og forgangsraðar í þágu menntunar er gott samfélag. Við vitum líka að skólakerfið er hornsteinn menntunar og félagslegra framfara. Ítarlega og raunhæfa stefnu Vinstri grænna í Kópavogi má finna hér.Þú finnur okkur líka á Facebook. Margrét Júlía Rafnsdóttir er bæjarfulltrúi og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Kópavogi
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun