Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:00 Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00