Okkar olíusjóður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. maí 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi?
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun