Okkar olíusjóður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. maí 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun