Hripaði vinningsformúluna á servíettu í New York Alvogen kynnir 19. maí 2018 16:45 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, á sviðinu í Háskólabíói á fróðlegum fundi MBA-námsins. Fundurinn bar yfirskriftina: Innsýn frumkvöðuls. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, var fyrirlesari á stórgóðum fundi MBA-námsins í Háskólabíói á dögunum þar sem hann fór yfir stofnun Alvogen, söguna á bak við árangurinn og sýn sína á lyfjageirann. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina Innsýn frumkvöðuls og var vel sóttur. Það kom skýrt fram í máli Róberts á fundinum að hann telur að líftæknilyf séu framtíðin í sölu lyfja í heiminum. „Ég hef ekki verið á sviði hér í bíóinu frá því ég tók við prófskírteininu á sínum tíma og útskrifaðist úr Háskóla Íslands,“ sagði Róbert í upphafi þegar hann ávarpaði gesti. Fyrsta glæran sem hann birti vakti mikla athygli fundarmanna; það var mynd af servíettu. Á hana hafði hann hripað niður metnaðarfullar hugmyndir sínar á fundi með fjárfestum í hádegisverði á veitingahúsi í New York árið 2009. Eftir svolitla þrautagöngu á milli fjárfesta á erfiðum tímum fjármálakreppunnar var það loksins þarna í hádegisverðinum í New York sem hugmynd hans fékk hljómgrunn. Párið á sérvíettuna reyndist vinningsformúlan. Servíettan er núna á vissan hátt tákn um upphaf Alvogen. Fyrsta skrefið var að leiða kaup á bandaríska lyfjafyrirtækinu Norwich Pharmaceuticals sem átti sér 125 ára rekstrarsögu og starfrækti gamla lyfjaverksmiðju í New York-ríki sem getið hafði sér gott orð fyrir hágæðaframleiðslu og var áður í eigu Procter og Gamble. Tuttugu milljónir dollara í sjóði fyrirtækisins og gömul verksmiðja. Engu að síður; teningunum var kastað. Ævintýrið hefur heldur betur undið upp á sig. Velta Alvogen meira en 26-faldaðist fyrstu átta árin, frá 2009 til 2017, eða um 59% að jafnaði á ári og er komin yfir 1 milljarð dollara. Starfsmenn eru 2.800 talsins í 35 löndum, verksmiðjur og rannsóknarstofur eru fimm, 200 hefðbundin samheitalyf eru í pípunum og sjö samheitalyf í flokki líftæknilyfja. Á fundinum kom fram að um 90% af hagnaði Alvogen koma frá mörkuðum Alvogen þar sem konur eru í forsvari. Helstu markaðssvæði Alvogen eru í Bandaríkjunum, Asíu og í Mið- og Austur-Evrópu. „Það vill þannig til að konur stýra á stærstu markaðssvæðum fyrirtækisins og hafa þær valist til forystu vegna eigin hæfileika og verið farsælar í starfi,“ sagði Róbert. Þessi umfjöllun er unnin í samvinnu við Háskóla Íslands og Alvogen. Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, var fyrirlesari á stórgóðum fundi MBA-námsins í Háskólabíói á dögunum þar sem hann fór yfir stofnun Alvogen, söguna á bak við árangurinn og sýn sína á lyfjageirann. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina Innsýn frumkvöðuls og var vel sóttur. Það kom skýrt fram í máli Róberts á fundinum að hann telur að líftæknilyf séu framtíðin í sölu lyfja í heiminum. „Ég hef ekki verið á sviði hér í bíóinu frá því ég tók við prófskírteininu á sínum tíma og útskrifaðist úr Háskóla Íslands,“ sagði Róbert í upphafi þegar hann ávarpaði gesti. Fyrsta glæran sem hann birti vakti mikla athygli fundarmanna; það var mynd af servíettu. Á hana hafði hann hripað niður metnaðarfullar hugmyndir sínar á fundi með fjárfestum í hádegisverði á veitingahúsi í New York árið 2009. Eftir svolitla þrautagöngu á milli fjárfesta á erfiðum tímum fjármálakreppunnar var það loksins þarna í hádegisverðinum í New York sem hugmynd hans fékk hljómgrunn. Párið á sérvíettuna reyndist vinningsformúlan. Servíettan er núna á vissan hátt tákn um upphaf Alvogen. Fyrsta skrefið var að leiða kaup á bandaríska lyfjafyrirtækinu Norwich Pharmaceuticals sem átti sér 125 ára rekstrarsögu og starfrækti gamla lyfjaverksmiðju í New York-ríki sem getið hafði sér gott orð fyrir hágæðaframleiðslu og var áður í eigu Procter og Gamble. Tuttugu milljónir dollara í sjóði fyrirtækisins og gömul verksmiðja. Engu að síður; teningunum var kastað. Ævintýrið hefur heldur betur undið upp á sig. Velta Alvogen meira en 26-faldaðist fyrstu átta árin, frá 2009 til 2017, eða um 59% að jafnaði á ári og er komin yfir 1 milljarð dollara. Starfsmenn eru 2.800 talsins í 35 löndum, verksmiðjur og rannsóknarstofur eru fimm, 200 hefðbundin samheitalyf eru í pípunum og sjö samheitalyf í flokki líftæknilyfja. Á fundinum kom fram að um 90% af hagnaði Alvogen koma frá mörkuðum Alvogen þar sem konur eru í forsvari. Helstu markaðssvæði Alvogen eru í Bandaríkjunum, Asíu og í Mið- og Austur-Evrópu. „Það vill þannig til að konur stýra á stærstu markaðssvæðum fyrirtækisins og hafa þær valist til forystu vegna eigin hæfileika og verið farsælar í starfi,“ sagði Róbert. Þessi umfjöllun er unnin í samvinnu við Háskóla Íslands og Alvogen.
Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira