Menntamálaráðherra ekki sammála grunnskólakennurum um að stórsókn í menntamálum séu orðin tóm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. maí 2018 19:15 Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja. Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki sammála forystu grunnskólakennara um að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun verði hækkuð. Ráðherra vinnur að því að laga umgjörð stéttarinnar til að auka nýliðun. Sjöunda aðalfundi Félags grunnskólakennara lauk á föstudag undir stjórn nýs formanns, Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur og Hjördísar Albertsdóttur, varaformanns. Grunnskólakennarar hafa verið með lausa kjarasamningar frá 1 desember síðastliðnum en í mars felldu þeir samnings sem undirritaður var við samband íslenskra sveitarfélaga með 70% atkvæða og ekki hefur verið skrifað undir nýjan. Menntamálaráðherra telur það áhyggjuefni en stefnir á að stórbæta umgjörð stéttarinnar. „Auðvitað er það áhyggjuefni en við þurfum líka að huga að, þegar ég tala um að styrkja umgjörðina, þá er ég líka að tala um að það þarf minnka álagið. Eitt af því sem kemur fram í verkefni sem við erum að vinna að og heitir „Menntun fyrir alla“, þar segja kennarar að það þarf að minnka álagið og nú erum við að fara í mikla fundarherferð um allt land, hvernig við getum gert þetta í virku samtali við kennara, kennaraforystuna og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þannig að ég held að framvinda þessa verkefnis verði góð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Á fundi grunnskólakennara kom fram að alvarlegur vandi blasir við grunnskólum landsins þar sem ekki hefur tekist að fylla stöður í grunnskólum sem og að þá hefur nýliðun í stéttinni verið er afar lítil og verði ekkert að gert mun vandinn aukast stórlega á næstu árum. „Ásókn í kennaranám hefur dvínað verulega á síðustu fimm árum en hins vegar var ég að fá afar ánægjulegar tölur frá Háskólanum á Akureyri þar sem aukningin er veruleg á milli ára, um tugi prósenta,“ segir Lilja. Grunnskólakennarar kalla eftir þjóðarsátt um störf sín, hækkun launa og bætt starfskjör til þeirra og skólastjórnenda, því einungis þannig verða skólarnir samkeppnishæfir um vinnuafl og segja að aðsókn í kennaranám muni aukast. Á aðalfundinum kom fram að stórsókn í menntamálum séu einungis orðin tóm nema laun þeirra verði gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, því er menntamálaráðherra ekki sammála. „Ég held að það sé ekki rétt. Það sem við erum að gera er að við erum að fara yfir nýliðunina. Ég er búin að kynna fimm eða sex aðgerðir hvernig við getum brugðist við því og það erum við að gera í mjög góðu samráði við kennaraforystuna, sambandið og fleiri aðila sem eru lykilaðilar varðandi menntamálin,“ segir Lilja.
Tengdar fréttir Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Nýr varaformaður Félags grunnskólakennara kallar eftir þjóðarsátt um hækkun launa Varaformaður Félags grunnskólakennara segir enn fremur áríðandi að ná nýjum kjarasamningi. 19. maí 2018 14:38
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent