Haukar meistarar eftir níu ára langa bið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. maí 2018 08:00 Haukar fögnuðu vel og innilega í gær. Körfubolti Haukar eru Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s-deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi handhafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfubolta kvenna, en liðið varð einnig deildarmeistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnistímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjarveru Helenu. Mikil liðsheild einkennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik liðanna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upphafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýrfinna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinningin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stigahæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélögum hennar fyrir glæsilega spilamennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Körfubolti Haukar eru Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s-deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi handhafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfubolta kvenna, en liðið varð einnig deildarmeistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fallbaráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnistímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjarveru Helenu. Mikil liðsheild einkennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik liðanna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upphafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýrfinna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinningin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stigahæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélögum hennar fyrir glæsilega spilamennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira