Segir Trump hafa skrifað bréf um eigið heilsufar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:30 Harold Bornstein, fyrrverandi læknir Donald Trump. Vísir/Getty Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans. Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Fyrrverandi læknir Bandaríkjaforseta segist ekki bera ábyrgð á meðmælabréfi frá árinu 2015 sem gaf til kynna að heilsa Donalds Trump væri „ótrúlega frábær“ (e. "astonishingly excellent"). Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Trump að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Þáverandi læknir Trump, Harold Bornstein, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að frambjóðandinn hafi lesið fyrir bréfið og gert sér upp yfirburða heilsufar. Það hafi því ekki verið hans faglega mat að Trump væri „heilbrigðasti einstaklingur sem nokkurn tímann hefði verið kjörinn forseti,“ eins og efni bréfsins gaf til kynna.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu „Ég spilaði þetta bara eftir eyranu,“ sagði Bornestein í samtali við CNN í gærkvöldi. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ekki liggur fyrir af hverju Bornstein kemur fram með þær á þessum tímapunkti. Í viðtalinu sagði Bornstein jafnframt að lífverðir Trump hafi gert húsleit hjá honum í febrúar í fyrra. Ætlunarverk þeirra virðist hafa verið að fjarlægja allar sjúkraskýrslur sem Bornstein átti um forsetann. Trump's doctor, Dr. Harold Bornstein, tells NBC that Trump's bodyguard & lawyer spent 30 minutes raiding his office. "I couldn't believe anybody was making a big deal about a drug that's to grow his hair, which seemed to be so important... what's the matter with that?" pic.twitter.com/R2XvAKim7h — Aaron Rupar (@atrupar) May 1, 2018Á vef breska ríkisútvarpsins er innihald hins umrædda meðmælabréfs rakið. Í því er meðal annars varpað ljósi á líkamlegan styrk og úthald forsetans og því lýst sem „framúrskarandi.“ Þá er blóðþrýstingur hans sagður vera „ótrúlega frábær“ og að honum hafi tekist að skafa af sér 7 kíló á einu ári. Þá bæri Trump þess engin merki að hafa fengið krabbamein eða gengist undir liðskiptaaðgerð. Örfáum vikum fyrir útgáfu bréfsins tísti Trump að læknaskýrslu Bornstein myndu sýna fram á „fullkomnun.“ „Ég fékk frábær gen í vöggugjöf,“ skrifaði Trump á sínum tímaHúsleit vegna skallameðals? Bornstein segir að lífverðir forsetans hafi rótað í dóti sínu í um hálftíma, þegar þeir gerðu húsleit hjá honum þann 3. febrúar 2017. Hamagangurinn hafi gert sig mjög óttasleginn en læknirinn segir að lífverðirnir hafi sóst eftir afritum af læknaskýrslum um forsetann. Skömmu áður en húsleitin átti sér stað birti New York Times grein um það að Bornstein hafi ávísað Trump lyfinu Propecia, sem vinnur gegn skallamyndun. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, gaf síðar til kynna að húsleitin hafi verið hin eðlilegasta. Það séu hefðbundin vinnubrögð að læknateymi forsetans leggi hald á gögn um heilsufar hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58