Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump er á mörkum offitu og læknir hans ráðleggur honum að neyta fituminni fæðu. Vísir/getty Donald Trump bandaríkjaforseti er ekki vitsmunalega skertur ef marka má orð læknis Hvíta hússins. Trump bað Dr. Ronny Jackson um að framkvæma sérstaka vitsmunarannsókn eftir að hann gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti síðastliðinn föstudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun árs. Í bókinni er forsetanum lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Læknirinn taldi að slík rannsókn væri ekki nauðsynleg og hafði ekki áhyggjur af vitsmunalegri heilsu forsetans en hann lét þó til leiðast og framkvæmdi rannsóknina. „Ég hef engar áhyggjur af vitsmunalegri getu hans eða taugafræðilegri virkni ,“ sagði Jackson í dag. Jackson sagði að Trump hafi fengið þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Við hestaheilsu Læknirinn sagði á blaðamannafundi í dag að líkamleg heilsa Trump væri einnig til fyrirmyndar. „Hann nýtur mikilsverðs og langvarandi ávinnings af því að hafa aldrei á sinni lífsleið neytt tóbaks og áfengis,“ sagði Jackson en bætti þó við að Trump, sem er 71 árs gamall, myndi njóta góðs af því að borða fitusnauðari fæðu og stunda meiri hreyfingu. Donald Trump vegur 108 kíló og er 1.90 metrar á hæð og er því á mörkum offitu samkvæmt BMI stuðli. Eftir læknisskoðunina sem fram fór í síðustu viku ræddi hann við lækninn um mataræði sitt og hreyfingu og setti sér það markmið að missa fimm til sex kíló. Forsetinn ákvað sjálfur hvaða upplýsingar um heilsu hans ættu erindi við almenning og hafa forverar hans ýmist veitt upplýsingar um líkamrækt sem þeir stunda, mataræði og annað sem við kemur heilsu þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Donald Trump bandaríkjaforseti er ekki vitsmunalega skertur ef marka má orð læknis Hvíta hússins. Trump bað Dr. Ronny Jackson um að framkvæma sérstaka vitsmunarannsókn eftir að hann gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti síðastliðinn föstudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun árs. Í bókinni er forsetanum lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Læknirinn taldi að slík rannsókn væri ekki nauðsynleg og hafði ekki áhyggjur af vitsmunalegri heilsu forsetans en hann lét þó til leiðast og framkvæmdi rannsóknina. „Ég hef engar áhyggjur af vitsmunalegri getu hans eða taugafræðilegri virkni ,“ sagði Jackson í dag. Jackson sagði að Trump hafi fengið þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Við hestaheilsu Læknirinn sagði á blaðamannafundi í dag að líkamleg heilsa Trump væri einnig til fyrirmyndar. „Hann nýtur mikilsverðs og langvarandi ávinnings af því að hafa aldrei á sinni lífsleið neytt tóbaks og áfengis,“ sagði Jackson en bætti þó við að Trump, sem er 71 árs gamall, myndi njóta góðs af því að borða fitusnauðari fæðu og stunda meiri hreyfingu. Donald Trump vegur 108 kíló og er 1.90 metrar á hæð og er því á mörkum offitu samkvæmt BMI stuðli. Eftir læknisskoðunina sem fram fór í síðustu viku ræddi hann við lækninn um mataræði sitt og hreyfingu og setti sér það markmið að missa fimm til sex kíló. Forsetinn ákvað sjálfur hvaða upplýsingar um heilsu hans ættu erindi við almenning og hafa forverar hans ýmist veitt upplýsingar um líkamrækt sem þeir stunda, mataræði og annað sem við kemur heilsu þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58