Fyrrum varnarmaður NFL-liðsins Green Bay Packers, Carlos Gray, var myrtur á heimili sínu í Alabama í gær.
Gray var skotinn til bana en morðið er talið tengjast átökum í fíkniefnaheiminum. Á heimili Gray fundust skotvopn, talsvert magn af maríjúana og vigtir. Gray hafði áður komist í kast við lögin vegna fíkniefnamála.
Í morgun var svo tveimur mönnum rænt en það mál er sagt tengjast morðinu á Gray.
„Það er mikil vinna eftir en við munum komast til botns í þessu. Á endanum mun það koma í ljós að þetta snýst allt um fíkniefni og peninga,“ sagði talsmaður lögreglunnar.
Fyrrum leikmaður Packers myrtur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
