Wenger vill „ljúka ástarsögunni vel“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 09:30 Wenger á góðri stundu árið 2004. Þá stóð á borðunum í stúkunni „Wenger knows“. Það hefur breyst síðustu árin. vísir/getty Arsene Wenger vill ljúka ástarsögu sinni og Arsenal vel með því að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu. Wenger mun láta af störfum hjá Arsenal eftir 22 ár við stjórnvöllinn þegar tímabilinu líkur. Tímabilið í ár var það fyrsta síðan Wenger tók við þar sem Arsenal var ekki meðal þáttakanda í Meistaradeildinni og liðið er svo gott sem búið að missa af sæti í sterkustu keppni Evrópu í gegnum úrvalsdeildina. Wenger getur þó skilað liði sínu aftur þangað inn með því að sigra Evrópudeildina, en liðið mætir Atletico Madrid í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk 1-1 á Emirates vellinum. „Ég vil klára mitt starf vel. Ég vil geta labbað í burtu frá Arsenal og vitað að ég gerði mitt besta og einbeitti mér aðeins að Arsenal allt til síðasta dags,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Þegar minn tími hjá Arsenal endar þá kemur í ljós hvað gerist, en ég vil klára þessa ástarsögu vel.“ Arsenal verður að skora að minnsta kosti eitt mark í leiknum í kvöld því 0-0 jafntefli sendir Atletico áfram á útivallarmarki. „Við vitum að við þurfum að skora. Við erum með skýra sín á það hvernig við nálgumst þennan leik. Það eina sem við vitum ekki er hvernig Atletico kemur inn í leikinn, hvort þeir geri það sama eða verði varkárari.“ „Í fyrsta leiknum sköpuðum við okkur færi og við þurfum að gera það aftur. Við þurfum að einbeita okkur á að sækja vel og hvernig við byggjum upp spilið úr vörninni,“ sagði Arsene Wenger. Leikur Atletico Madrid og Arsenal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira
Arsene Wenger vill ljúka ástarsögu sinni og Arsenal vel með því að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu. Wenger mun láta af störfum hjá Arsenal eftir 22 ár við stjórnvöllinn þegar tímabilinu líkur. Tímabilið í ár var það fyrsta síðan Wenger tók við þar sem Arsenal var ekki meðal þáttakanda í Meistaradeildinni og liðið er svo gott sem búið að missa af sæti í sterkustu keppni Evrópu í gegnum úrvalsdeildina. Wenger getur þó skilað liði sínu aftur þangað inn með því að sigra Evrópudeildina, en liðið mætir Atletico Madrid í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk 1-1 á Emirates vellinum. „Ég vil klára mitt starf vel. Ég vil geta labbað í burtu frá Arsenal og vitað að ég gerði mitt besta og einbeitti mér aðeins að Arsenal allt til síðasta dags,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Þegar minn tími hjá Arsenal endar þá kemur í ljós hvað gerist, en ég vil klára þessa ástarsögu vel.“ Arsenal verður að skora að minnsta kosti eitt mark í leiknum í kvöld því 0-0 jafntefli sendir Atletico áfram á útivallarmarki. „Við vitum að við þurfum að skora. Við erum með skýra sín á það hvernig við nálgumst þennan leik. Það eina sem við vitum ekki er hvernig Atletico kemur inn í leikinn, hvort þeir geri það sama eða verði varkárari.“ „Í fyrsta leiknum sköpuðum við okkur færi og við þurfum að gera það aftur. Við þurfum að einbeita okkur á að sækja vel og hvernig við byggjum upp spilið úr vörninni,“ sagði Arsene Wenger. Leikur Atletico Madrid og Arsenal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira