Borgaryfirvöld í Miami munu kjósa um það í næstu viku hvort halda eigi Formúlu 1 kappakstur í borginni á næsta ári.
Það yrði í fyrsta skiptið í sögunni sem að kappakstur færi fram í Florídafylki í Bandaríkjunum en nú þegar er keppt í Austin, Texas.
Áætlunin er að hafa Miami kappaksturinn í október á næsta ári helgina eftir keppnina í Texas. Það er einnig möguleiki að færa Austin kappaksturinn fram í júní til þess að hafa hann með Kanada kappakstrinum.
Kappaksturinn yrði fyrsti götukappaksturinn í Bandaríkjunum síðan árið 1991 þegar keppt var á götum Phoenix.
„Miami er ein stærsta og flottasta borg heims og lokkar að fjölmarga túrista, borgin er því fullkominn staður til að halda Formúlu 1 keppni‘‘ segir Sean Bratches, framkvæmdarstjóri Formúlu 1.
