Garðar Örn: Var orðinn þreyttur á að ljúga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2018 19:30 Garðar Örn ætlar að láta til sín taka í tónlistarheiminum næstu misseri. Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“ Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“
Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira