Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2018 19:00 Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninganna í ráðhúsinu í dag þar sem frambjóðendur kynntu sín stefnumál í málefnum fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir úrbætur nauðsynlegar víða í málaflokknum, ekki síst húsnæðismálunum. „Fólk er bara í mjög vondum málum og það er mikill skortur á aðgengilegu húsnæði. Það er erfitt að fá það og félagslegt húsnæði er bara ekki í boði. Nú í dag eru 500 manns á biðlista bara hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ.“ Á fundinum kynnti Öryrkjabandalagið könnun sem Gallup gerði fyrir það um viðhorf almennings til réttinda fatlaðs fólks. Þar kemur fram að 84% vilja kjósa framboð sem bætir þjónustu við fatlað fólk og að eingöngu 55% eru sammála um að fatlað fólk í þeirra sveitarfélagi fái sömu tækifæri og aðrir. Einnig að mikill meirihluti svarenda vill tryggja akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögum, vill fjölga hlutastörfum hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu, tryggja eftirlit með aðgengi fyrir fatlað fólk í byggingar og jafnt aðgengi barna í íþrótta og tómstundastarf óháð fötlun og röskunum. Sérstaklega var spurt hvernig skólar uppfylli þarfir nemenda með sérþarfir. Aðeins tæplega fjörutíu prósent svarenda fannst grunnskólar gera það vel og tæplega fimmtíu prósent var ánægt með leikskólana. Þuríður segir bætta þjónustu skólanna vera forgangsmál. „Kannski þurfa stjórnendur að horfa út fyrir boxið og skoða hvernig hægt er að laga þessa hluti fyrir börnin í skólanum. Þá lögum við samfélagið um leið, því þá alast einstaklingar upp við góða sjálfsmynd í staðinn fyrir að vera kerfisbundið brotnir niður í skólanum“ segir Þuríður Harpa. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninganna í ráðhúsinu í dag þar sem frambjóðendur kynntu sín stefnumál í málefnum fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir úrbætur nauðsynlegar víða í málaflokknum, ekki síst húsnæðismálunum. „Fólk er bara í mjög vondum málum og það er mikill skortur á aðgengilegu húsnæði. Það er erfitt að fá það og félagslegt húsnæði er bara ekki í boði. Nú í dag eru 500 manns á biðlista bara hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ.“ Á fundinum kynnti Öryrkjabandalagið könnun sem Gallup gerði fyrir það um viðhorf almennings til réttinda fatlaðs fólks. Þar kemur fram að 84% vilja kjósa framboð sem bætir þjónustu við fatlað fólk og að eingöngu 55% eru sammála um að fatlað fólk í þeirra sveitarfélagi fái sömu tækifæri og aðrir. Einnig að mikill meirihluti svarenda vill tryggja akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögum, vill fjölga hlutastörfum hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu, tryggja eftirlit með aðgengi fyrir fatlað fólk í byggingar og jafnt aðgengi barna í íþrótta og tómstundastarf óháð fötlun og röskunum. Sérstaklega var spurt hvernig skólar uppfylli þarfir nemenda með sérþarfir. Aðeins tæplega fjörutíu prósent svarenda fannst grunnskólar gera það vel og tæplega fimmtíu prósent var ánægt með leikskólana. Þuríður segir bætta þjónustu skólanna vera forgangsmál. „Kannski þurfa stjórnendur að horfa út fyrir boxið og skoða hvernig hægt er að laga þessa hluti fyrir börnin í skólanum. Þá lögum við samfélagið um leið, því þá alast einstaklingar upp við góða sjálfsmynd í staðinn fyrir að vera kerfisbundið brotnir niður í skólanum“ segir Þuríður Harpa.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira