Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2018 08:17 Michael Cohen hefur verið persónulegur lögmaður Donald Trump til langs tíma. Vísir/AP Michael Cohen, lögmaður Donald Trump, var í fyrra ráðinn af fyrirtækinu Columbus Nova sem tengist rússneska auðjöfrinum Viktor Vekselberg. Auðjöfurinn var viðstaddur embættistöku Trump en var svo beittur viðskiptaþvingunum af yfirvöldum Bandaríkjanna í síðasta mánuði, ásamt öðrum auðjöfrum sem tengjast Vladimir Putin. Columbus Nova sendi út tilkynningu eftir að Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, birti yfirlit yfir greiðsluna á Twitter í gærkvöldi. Avenatti segir að Cohen hafi fengið hálfa milljón dala frá auðjöfrinum og hafi upphæðin verið greidd til félagsins Essential Consultants. Cohen stofnaði félagið í október 2016 og notaði það til þess að greiða Daniels 130 þúsund dali fyrir þögn hennar um meint framhjáhald hennar og Donald Trump árið 2005. Avenatti segir greiðsluna hafa borist Cohen á milli janúar og ágúst í fyrra. CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi spurt Cohen og Vekselberg út í greiðslurnar. Hann var einnig spurður út í 300 þúsunda dala fjárveitingu sem yfirmaður bandarísks fyrirtækis hans veitti framboði Trump.Washington Post hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Mueller skoði hvort að embættistaka Trump hafi að hluta til verið fjármögnuð með peningum erlendis frá, sem er bannað samkvæmt lögum Bandaríkjanna.After significant investigation, we have discovered that Mr. Trump’s atty Mr. Cohen received approximately $500,000 in the mos. after the election from a company controlled by a Russian Oligarc with close ties to Mr. Putin. These monies may have reimbursed the $130k payment. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018The Executive Summary from our first Preliminary Report on Findings may be accessed via the link below. Mr. Trump and Mr. Cohen have a lot of explaining to do.https://t.co/179WvIkRlD — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018 Í kjölfar yfirlýsingar Avenatti var greiðslan staðfest af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið sendi Columbus Nova út tilkynningu um að Cohen hefði fengið greitt vegna ráðgjafastarfa hans fyrir fyrirtækið í sambandi við fasteignaviðskipti og að Vekselberg sjálfur hefði ekki komið að málinu með nokkrum hætti. Bandaríska fyrirtækið AT&T greiddi Cohen einnig 50 þúsund dali á mánuði í fjóra mánuði, skömmu áður en Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að koma í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner. Talsmaður AT&T segir að Cohen hafi verið ráðinn til að veita fyrirtækinu „innsýn“ í ríkisstjórn Trump. Greiðslurnar runnu einnig inn í Essential Consultants. Avenatti heldur því einnig fram að fyrirtækin Novartis Investments og Korea Aerospace Industries hafi greitt Cohen háar fjárhæðir í gegnum Essential Consultants. Bæði fyrirtækin eiga í umfangsmiklum viðskiptum við stjórnvöld Bandaríkjanna. Skömmu eftir að Cohen fékk síðustu greiðsluna frá Novartis fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins í Davos í Sviss. Í yfirlýsingu til Washington Post segir að greiðslurnar til Cohen hafi ekki tengst fundinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Michael Cohen, lögmaður Donald Trump, var í fyrra ráðinn af fyrirtækinu Columbus Nova sem tengist rússneska auðjöfrinum Viktor Vekselberg. Auðjöfurinn var viðstaddur embættistöku Trump en var svo beittur viðskiptaþvingunum af yfirvöldum Bandaríkjanna í síðasta mánuði, ásamt öðrum auðjöfrum sem tengjast Vladimir Putin. Columbus Nova sendi út tilkynningu eftir að Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, birti yfirlit yfir greiðsluna á Twitter í gærkvöldi. Avenatti segir að Cohen hafi fengið hálfa milljón dala frá auðjöfrinum og hafi upphæðin verið greidd til félagsins Essential Consultants. Cohen stofnaði félagið í október 2016 og notaði það til þess að greiða Daniels 130 þúsund dali fyrir þögn hennar um meint framhjáhald hennar og Donald Trump árið 2005. Avenatti segir greiðsluna hafa borist Cohen á milli janúar og ágúst í fyrra. CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi spurt Cohen og Vekselberg út í greiðslurnar. Hann var einnig spurður út í 300 þúsunda dala fjárveitingu sem yfirmaður bandarísks fyrirtækis hans veitti framboði Trump.Washington Post hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Mueller skoði hvort að embættistaka Trump hafi að hluta til verið fjármögnuð með peningum erlendis frá, sem er bannað samkvæmt lögum Bandaríkjanna.After significant investigation, we have discovered that Mr. Trump’s atty Mr. Cohen received approximately $500,000 in the mos. after the election from a company controlled by a Russian Oligarc with close ties to Mr. Putin. These monies may have reimbursed the $130k payment. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018The Executive Summary from our first Preliminary Report on Findings may be accessed via the link below. Mr. Trump and Mr. Cohen have a lot of explaining to do.https://t.co/179WvIkRlD — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018 Í kjölfar yfirlýsingar Avenatti var greiðslan staðfest af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið sendi Columbus Nova út tilkynningu um að Cohen hefði fengið greitt vegna ráðgjafastarfa hans fyrir fyrirtækið í sambandi við fasteignaviðskipti og að Vekselberg sjálfur hefði ekki komið að málinu með nokkrum hætti. Bandaríska fyrirtækið AT&T greiddi Cohen einnig 50 þúsund dali á mánuði í fjóra mánuði, skömmu áður en Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að koma í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner. Talsmaður AT&T segir að Cohen hafi verið ráðinn til að veita fyrirtækinu „innsýn“ í ríkisstjórn Trump. Greiðslurnar runnu einnig inn í Essential Consultants. Avenatti heldur því einnig fram að fyrirtækin Novartis Investments og Korea Aerospace Industries hafi greitt Cohen háar fjárhæðir í gegnum Essential Consultants. Bæði fyrirtækin eiga í umfangsmiklum viðskiptum við stjórnvöld Bandaríkjanna. Skömmu eftir að Cohen fékk síðustu greiðsluna frá Novartis fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins í Davos í Sviss. Í yfirlýsingu til Washington Post segir að greiðslurnar til Cohen hafi ekki tengst fundinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira