Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2018 08:17 Michael Cohen hefur verið persónulegur lögmaður Donald Trump til langs tíma. Vísir/AP Michael Cohen, lögmaður Donald Trump, var í fyrra ráðinn af fyrirtækinu Columbus Nova sem tengist rússneska auðjöfrinum Viktor Vekselberg. Auðjöfurinn var viðstaddur embættistöku Trump en var svo beittur viðskiptaþvingunum af yfirvöldum Bandaríkjanna í síðasta mánuði, ásamt öðrum auðjöfrum sem tengjast Vladimir Putin. Columbus Nova sendi út tilkynningu eftir að Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, birti yfirlit yfir greiðsluna á Twitter í gærkvöldi. Avenatti segir að Cohen hafi fengið hálfa milljón dala frá auðjöfrinum og hafi upphæðin verið greidd til félagsins Essential Consultants. Cohen stofnaði félagið í október 2016 og notaði það til þess að greiða Daniels 130 þúsund dali fyrir þögn hennar um meint framhjáhald hennar og Donald Trump árið 2005. Avenatti segir greiðsluna hafa borist Cohen á milli janúar og ágúst í fyrra. CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi spurt Cohen og Vekselberg út í greiðslurnar. Hann var einnig spurður út í 300 þúsunda dala fjárveitingu sem yfirmaður bandarísks fyrirtækis hans veitti framboði Trump.Washington Post hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Mueller skoði hvort að embættistaka Trump hafi að hluta til verið fjármögnuð með peningum erlendis frá, sem er bannað samkvæmt lögum Bandaríkjanna.After significant investigation, we have discovered that Mr. Trump’s atty Mr. Cohen received approximately $500,000 in the mos. after the election from a company controlled by a Russian Oligarc with close ties to Mr. Putin. These monies may have reimbursed the $130k payment. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018The Executive Summary from our first Preliminary Report on Findings may be accessed via the link below. Mr. Trump and Mr. Cohen have a lot of explaining to do.https://t.co/179WvIkRlD — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018 Í kjölfar yfirlýsingar Avenatti var greiðslan staðfest af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið sendi Columbus Nova út tilkynningu um að Cohen hefði fengið greitt vegna ráðgjafastarfa hans fyrir fyrirtækið í sambandi við fasteignaviðskipti og að Vekselberg sjálfur hefði ekki komið að málinu með nokkrum hætti. Bandaríska fyrirtækið AT&T greiddi Cohen einnig 50 þúsund dali á mánuði í fjóra mánuði, skömmu áður en Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að koma í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner. Talsmaður AT&T segir að Cohen hafi verið ráðinn til að veita fyrirtækinu „innsýn“ í ríkisstjórn Trump. Greiðslurnar runnu einnig inn í Essential Consultants. Avenatti heldur því einnig fram að fyrirtækin Novartis Investments og Korea Aerospace Industries hafi greitt Cohen háar fjárhæðir í gegnum Essential Consultants. Bæði fyrirtækin eiga í umfangsmiklum viðskiptum við stjórnvöld Bandaríkjanna. Skömmu eftir að Cohen fékk síðustu greiðsluna frá Novartis fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins í Davos í Sviss. Í yfirlýsingu til Washington Post segir að greiðslurnar til Cohen hafi ekki tengst fundinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Michael Cohen, lögmaður Donald Trump, var í fyrra ráðinn af fyrirtækinu Columbus Nova sem tengist rússneska auðjöfrinum Viktor Vekselberg. Auðjöfurinn var viðstaddur embættistöku Trump en var svo beittur viðskiptaþvingunum af yfirvöldum Bandaríkjanna í síðasta mánuði, ásamt öðrum auðjöfrum sem tengjast Vladimir Putin. Columbus Nova sendi út tilkynningu eftir að Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, birti yfirlit yfir greiðsluna á Twitter í gærkvöldi. Avenatti segir að Cohen hafi fengið hálfa milljón dala frá auðjöfrinum og hafi upphæðin verið greidd til félagsins Essential Consultants. Cohen stofnaði félagið í október 2016 og notaði það til þess að greiða Daniels 130 þúsund dali fyrir þögn hennar um meint framhjáhald hennar og Donald Trump árið 2005. Avenatti segir greiðsluna hafa borist Cohen á milli janúar og ágúst í fyrra. CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hafi spurt Cohen og Vekselberg út í greiðslurnar. Hann var einnig spurður út í 300 þúsunda dala fjárveitingu sem yfirmaður bandarísks fyrirtækis hans veitti framboði Trump.Washington Post hefur heimildir fyrir því að rannsakendur Mueller skoði hvort að embættistaka Trump hafi að hluta til verið fjármögnuð með peningum erlendis frá, sem er bannað samkvæmt lögum Bandaríkjanna.After significant investigation, we have discovered that Mr. Trump’s atty Mr. Cohen received approximately $500,000 in the mos. after the election from a company controlled by a Russian Oligarc with close ties to Mr. Putin. These monies may have reimbursed the $130k payment. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018The Executive Summary from our first Preliminary Report on Findings may be accessed via the link below. Mr. Trump and Mr. Cohen have a lot of explaining to do.https://t.co/179WvIkRlD — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) May 8, 2018 Í kjölfar yfirlýsingar Avenatti var greiðslan staðfest af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Í kjölfarið sendi Columbus Nova út tilkynningu um að Cohen hefði fengið greitt vegna ráðgjafastarfa hans fyrir fyrirtækið í sambandi við fasteignaviðskipti og að Vekselberg sjálfur hefði ekki komið að málinu með nokkrum hætti. Bandaríska fyrirtækið AT&T greiddi Cohen einnig 50 þúsund dali á mánuði í fjóra mánuði, skömmu áður en Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að koma í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner. Talsmaður AT&T segir að Cohen hafi verið ráðinn til að veita fyrirtækinu „innsýn“ í ríkisstjórn Trump. Greiðslurnar runnu einnig inn í Essential Consultants. Avenatti heldur því einnig fram að fyrirtækin Novartis Investments og Korea Aerospace Industries hafi greitt Cohen háar fjárhæðir í gegnum Essential Consultants. Bæði fyrirtækin eiga í umfangsmiklum viðskiptum við stjórnvöld Bandaríkjanna. Skömmu eftir að Cohen fékk síðustu greiðsluna frá Novartis fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins í Davos í Sviss. Í yfirlýsingu til Washington Post segir að greiðslurnar til Cohen hafi ekki tengst fundinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira