Meira fólk, minna malbik Líf Magneudóttir skrifar 9. maí 2018 11:32 Á fundi borgarstjórnar í gær átti sér stað fyrri umræða um ársreikningi Reykjavíkurborgar. Gríðarlega jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Fimm milljarða króna afgangur var af eiginlegum rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári og 28 millarða afgangur þegar fyrirtæki borgarinnar eru tekin með. Skuldir hafa lækkað og útlitið er bjart.Skilum viðsnúningi til skólanna Þessi viðsnúningur er ein ástæða þess að farið er að tala um stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og Miklubraut í stokk. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að borgin nýti fjárhagslegan styrk sinn til að ráðast strax í lagningu Miklubrautar í stokk. Ég er ósammála þeirri forgangsröðun. Þó samgöngubætur séu mikilvægar er ekki forgangsverkefni að ráðast í stórkarlalegar risaframkvæmdir, jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Þess í stað höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að viðsnúningnum verði skilað í skólakerfið, sérstaklega í leikskólana sem báru of miklar byrðar vegna niðurskurðar og aðhaldsaðgerða áranna eftir hrun, fyrst í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og síðan meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Það er sérstaklega mikilvægt að við bætum kjör og starfsaðstæður starfsfólksins, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og annars starfsfólks, fjölmennra kvennastétta sem héldu starfi skólanna gangandi af ótrúlegri eljusemi. Það er ekki bara réttlætismál að við styrkjum leikskólana. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að opna ungbarnadeildir á leikskólum borgarinnar að við styrkjum starf þeirra.Forgangsröðum Mikið af starfi okkar stjórnmálamanna snýst um forgangsröðun. Við getum ekki gert allt í einu og þurfum að ákveða á hverju skuli byrja og hvað geti beðið. Til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum búa til. Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Í mínum huga er ljóst að forgangsverkefni næsta kjörtímabils verður að endurreisa og efla velferðarþjónustu borgarinnar, skólakerfið og þó sérstaklega leikskólana. Það breytir ekki öllu hvort við hefjum lagningu Sundabrautar eða leggjum Miklubraut í stokk strax á næsta ári. Slíkar framkvæmdir geta beðið. Börn eiga hins vegar ekki að bíða. Eitt ár í lífi barns er langur tími og fjögur enn lengri. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar í gær átti sér stað fyrri umræða um ársreikningi Reykjavíkurborgar. Gríðarlega jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Fimm milljarða króna afgangur var af eiginlegum rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári og 28 millarða afgangur þegar fyrirtæki borgarinnar eru tekin með. Skuldir hafa lækkað og útlitið er bjart.Skilum viðsnúningi til skólanna Þessi viðsnúningur er ein ástæða þess að farið er að tala um stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og Miklubraut í stokk. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að borgin nýti fjárhagslegan styrk sinn til að ráðast strax í lagningu Miklubrautar í stokk. Ég er ósammála þeirri forgangsröðun. Þó samgöngubætur séu mikilvægar er ekki forgangsverkefni að ráðast í stórkarlalegar risaframkvæmdir, jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Þess í stað höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að viðsnúningnum verði skilað í skólakerfið, sérstaklega í leikskólana sem báru of miklar byrðar vegna niðurskurðar og aðhaldsaðgerða áranna eftir hrun, fyrst í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og síðan meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Það er sérstaklega mikilvægt að við bætum kjör og starfsaðstæður starfsfólksins, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og annars starfsfólks, fjölmennra kvennastétta sem héldu starfi skólanna gangandi af ótrúlegri eljusemi. Það er ekki bara réttlætismál að við styrkjum leikskólana. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að opna ungbarnadeildir á leikskólum borgarinnar að við styrkjum starf þeirra.Forgangsröðum Mikið af starfi okkar stjórnmálamanna snýst um forgangsröðun. Við getum ekki gert allt í einu og þurfum að ákveða á hverju skuli byrja og hvað geti beðið. Til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum búa til. Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Í mínum huga er ljóst að forgangsverkefni næsta kjörtímabils verður að endurreisa og efla velferðarþjónustu borgarinnar, skólakerfið og þó sérstaklega leikskólana. Það breytir ekki öllu hvort við hefjum lagningu Sundabrautar eða leggjum Miklubraut í stokk strax á næsta ári. Slíkar framkvæmdir geta beðið. Börn eiga hins vegar ekki að bíða. Eitt ár í lífi barns er langur tími og fjögur enn lengri. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun