Hugmyndir um aukinn skatt á gosdrykki slæmar að mati atvinnurekenda Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:45 Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen. Neytendur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen.
Neytendur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent