Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54