Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Bragi Guðbrandsson kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að leita til Umboðsmanns Alþingis og leggja fram þá ósk að embættið taki til meðferðar alla embættisfærslu sína hjá Barnaverndarstofu sem varðar þau mál sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum upp á síðkastið.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Í dag fer fram opinn fundur velferðarnefndar Alþingis þar sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar og þingmaður Pírata, segir fundinn snúa að ábyrgð ráðherra í þessu máli sem og upplýsingaskyldu hans gagnvart nefndinni og Alþingi. Nefndin óskaði eftir gögnum úr ráðuneytinu í mars er vörðuðu embættisfærslur Braga. Þau gögn bárust ekki fyrr en í síðustu viku. Bragi mun koma fyrir velferðarnefnd á miðvikudag. Um helgina sendi hann nefndinni bréf og óskaði eftir fundi við fyrsta tækifæri. Hann taldi sig geta varpað nýju ljósi á málið sem mundi kollvarpa þeirri mynd sem dregin hefur verið upp í umfjöllun Stundarinnar og í kjölfar hennar.Mun íhuga framboð sitt eftir álit umboðsmanns Aðspurður segist Bragi þurfa að hugsa sig um hvort þau gögn sem um ræðir verði lögð fram á fundi hans með velferðarnefnd. „Nú hefur málið tekið þennan snúning svo ég á eftir að leggja mat á það. Það ræðst líka af því hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Ég get ekki lagt fram gögn sem eru trúnaðarmál ef hann er opinn,“ segir Bragi og bætir því við að ákvörðun Umboðsmanns um aðkomu að málinu skipti líka máli. Bragi segir Umboðsmann Alþingis vera embætti sem njóti mikils trausts og að hann hafi í langan tíma hugsað um að leita eftir meðferð þess á málinu. Niðurstaða Umboðsmanns skiptir Braga sköpum varðandi framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Það gefur augaleið að ég mun skoða framboð mitt í ljósi niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Leiði sú niðurstaða í ljós að ég hafi brotið af mér í starfi mun ég axla ábyrgð í samræmi við það,“ segir Bragi um framboðið í niðurlagi yfirlýsingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54