Hættuástand gæti skapast takist ekki tryggja lágmarksmönnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2018 20:00 Flestar ljósmæður á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri ætla ekki að vinna yfirvinnu frá og með morgundeginum. Ef ekki tekst að tryggja lágmarksmönnun getur skapast þar hættuástand að mati ljósmóður. Framkvæmdastjóri á Landspítala segir að viðbragðsáætlun vegna málsins felist í reglulegum stöðufundum. Meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild á Landspítalanum sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að þær hyggist ekki vinna umfram vinnuskyldu frá og með 1. maí. Þær taki ekki að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands liggi fyrir. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Edda Sveinsdóttir ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans segir að hættuástand geti skapast á deildum spítalans. „Það er töluvert um það á báðum hæðum að það sé verið að kalla út yfirleitt á hverjum einasta degi. Þess vegna á allar vaktir og við erum á þrískiptum vöktum. Og það getur alveg komið fyrir alla daga.“ Aðspurð um hvort það geti skapast hættuástand segir Edda að það geti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnum til að tryggja öryggi sjúklinga geti það gerst. En er um harkalega aðgerð að ræða sem bitnar á þriðja aðila? „Ég veit það ekki, eigum við alltaf að vinna yfirvinnu, eigum við alltaf að taka meira að okkur, miklu meira en okkar vinnuskyldan er?“ Í yfirlýsingu ljósmæðra frá í gær kemur fram að nú sé samviskuboltinn hjá stjórnvöldum. Linda Kristmundsdóttir framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans sagði í samtali við fréttastofu að mönnun á fæðingar-og meðgöngudeildum spítalans fyrir morgundaginn líti þokkalega út. Viðbragðsáætlun spítalans vegna aðgerðanna felist síðan í að taka stöðufundi tvisvar á dag. Ómöglegt sé að vita hvenær þurfi yfirvinnu og hvenær ekki. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður þann 7. maí Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Flestar ljósmæður á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri ætla ekki að vinna yfirvinnu frá og með morgundeginum. Ef ekki tekst að tryggja lágmarksmönnun getur skapast þar hættuástand að mati ljósmóður. Framkvæmdastjóri á Landspítala segir að viðbragðsáætlun vegna málsins felist í reglulegum stöðufundum. Meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild á Landspítalanum sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að þær hyggist ekki vinna umfram vinnuskyldu frá og með 1. maí. Þær taki ekki að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands liggi fyrir. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Edda Sveinsdóttir ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans segir að hættuástand geti skapast á deildum spítalans. „Það er töluvert um það á báðum hæðum að það sé verið að kalla út yfirleitt á hverjum einasta degi. Þess vegna á allar vaktir og við erum á þrískiptum vöktum. Og það getur alveg komið fyrir alla daga.“ Aðspurð um hvort það geti skapast hættuástand segir Edda að það geti skapast ef ekki takist að tryggja lágmarksmönnum til að tryggja öryggi sjúklinga geti það gerst. En er um harkalega aðgerð að ræða sem bitnar á þriðja aðila? „Ég veit það ekki, eigum við alltaf að vinna yfirvinnu, eigum við alltaf að taka meira að okkur, miklu meira en okkar vinnuskyldan er?“ Í yfirlýsingu ljósmæðra frá í gær kemur fram að nú sé samviskuboltinn hjá stjórnvöldum. Linda Kristmundsdóttir framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans sagði í samtali við fréttastofu að mönnun á fæðingar-og meðgöngudeildum spítalans fyrir morgundaginn líti þokkalega út. Viðbragðsáætlun spítalans vegna aðgerðanna felist síðan í að taka stöðufundi tvisvar á dag. Ómöglegt sé að vita hvenær þurfi yfirvinnu og hvenær ekki. Næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður þann 7. maí
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira