„Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. apríl 2018 20:02 Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Verði niðurstaða þeirrar úttektar á annan veg en úttekt ráðuneytisins á störfum Braga, segir ráðherra að það muni hafa áhrif á tilnefningu hans til Barnaréttarnefndar sameinuðu þjóðanna. Heildarúttekt verður gerð á barnaverndarmálum í haust. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram á ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna. Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og þingkona Pírata sótti hart að Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra í upphafi opins fundar nefndarinnar með ráðherra vegna málsins í morgun. En fyrir helgi hvatti hún ráðherra til að íhuga stöðu sína og sagði hann hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum leyndum fyrir Velferðarnefnd. „Það var líka niðurstaða ráðuneytisins, eins og ég rakti hérna áðan…,“ sagði Ásmundur Einar á fundi Velferðarnefndar í morgun. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar greip fram í fyrir Ásmundi og spurði; „En ég er að spyrja hvort þú teljir að þetta sé í lagi.“ „Ég get auðvitað ekki sett neina sleggjudóma aðra en þá sem búið er að fara fram skoðun á,“ sagði Ásmundur þá. Í niðurstöðu úttektar Velferðarráðuneytisins á störfum Braga, sem þáverandi félagsmálaráðherra Þorsteinn Víglundsson kallaði eftir, kom fram að ekki hafi þótt ástæða til áminningar eða brot í starfi.„Var niðurstaðan að beina þyrfti tilmælum til Braga?“ spurði Halldóra. „Það var ekki talin ástæða til áminningar eða það hafi verið brot í starfi,“ sagði Ásmundur. „En að beina tilmælum? Var það niðurstaðan? Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning. Var talað um að það þyrfti að beina tilmælum til Braga. Formaður Velferðarnefndar minnir á að greina satt og rétt frá. Var það niðurstaðan að það þyrfti að beina tilmælum til Braga,“ spurði Halldóra. „Ég er ekki með þessi gögn nákvæmlega fyrir framan mig,“ sagði Ásmundur. Formaður Velferðarnefndar var ekki sátt við svör ráðherra á fundinum. „Það var nú lítið af skýrum svörum. Það var meira talað í kringum hlutina sem að er kannski það sem má búast við á þessum vinnustað,“ sagði Halldóra Mogensen við fréttamann að loknum fundir með ráðherra í dag. Gögnin sem Halldóra segir að ráðherra hafi leynt nefndinni er minnisblað um störf Braga sem ekki var sagt frá eða afhent þegar fjallað var um málið í febrúar síðastliðnum. „Nú viðurkennir ráðherra að það minnisblað hafi verið til og sé til, en einhverja hluta vegna að þá mögulega vorum við ekki að biðja um þá á réttan hátt. Ég veit það ekki. Það er oft sem að hægt er að fela sig á bak við hluti eða forðast það að gefa upplýsingar ef það er ekki beðið um þá á nákvæmlega réttan hátt,“ sagði Halldóra.Hefur þú enn þá eftir fundinn út á embættisfærslur ráðherra að setja? „Já, ég hef það. Ég spyr hann hvort það hafi verið beint einhverjum tilmælum til Braga og ráðherra svona forðast að svara með því að segja að hann sé ekki með gögnin fyrir framan sig,“ sagði Halldóra. „Mér fannst þetta reyndar mjög góðar umræður í nefndinni og ég hef lagt áherslu á það í þessu máli að eiga gott samstarf við Velferðarnefnd,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra að loknum fundi.Hvað finnst þér um að vera vændur um að ljúga í ræðustól Alþingis og að hafa farið gögn fyrir Velferðarnefnd? „Ég veit að ég hef alltaf sagt satt og rétt frá fyrir Velferðarnefnd. Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu máli,“ sagði Ásmundur.En hefur þú leynt gögnum? Velferðarnefnd er með öll sömu gögn og ráðuneytið hefur í þessu máli,“ sagði Ásmundur. Tengdar fréttir Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Verði niðurstaða þeirrar úttektar á annan veg en úttekt ráðuneytisins á störfum Braga, segir ráðherra að það muni hafa áhrif á tilnefningu hans til Barnaréttarnefndar sameinuðu þjóðanna. Heildarúttekt verður gerð á barnaverndarmálum í haust. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram á ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna. Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og þingkona Pírata sótti hart að Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra í upphafi opins fundar nefndarinnar með ráðherra vegna málsins í morgun. En fyrir helgi hvatti hún ráðherra til að íhuga stöðu sína og sagði hann hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum leyndum fyrir Velferðarnefnd. „Það var líka niðurstaða ráðuneytisins, eins og ég rakti hérna áðan…,“ sagði Ásmundur Einar á fundi Velferðarnefndar í morgun. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar greip fram í fyrir Ásmundi og spurði; „En ég er að spyrja hvort þú teljir að þetta sé í lagi.“ „Ég get auðvitað ekki sett neina sleggjudóma aðra en þá sem búið er að fara fram skoðun á,“ sagði Ásmundur þá. Í niðurstöðu úttektar Velferðarráðuneytisins á störfum Braga, sem þáverandi félagsmálaráðherra Þorsteinn Víglundsson kallaði eftir, kom fram að ekki hafi þótt ástæða til áminningar eða brot í starfi.„Var niðurstaðan að beina þyrfti tilmælum til Braga?“ spurði Halldóra. „Það var ekki talin ástæða til áminningar eða það hafi verið brot í starfi,“ sagði Ásmundur. „En að beina tilmælum? Var það niðurstaðan? Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning. Var talað um að það þyrfti að beina tilmælum til Braga. Formaður Velferðarnefndar minnir á að greina satt og rétt frá. Var það niðurstaðan að það þyrfti að beina tilmælum til Braga,“ spurði Halldóra. „Ég er ekki með þessi gögn nákvæmlega fyrir framan mig,“ sagði Ásmundur. Formaður Velferðarnefndar var ekki sátt við svör ráðherra á fundinum. „Það var nú lítið af skýrum svörum. Það var meira talað í kringum hlutina sem að er kannski það sem má búast við á þessum vinnustað,“ sagði Halldóra Mogensen við fréttamann að loknum fundir með ráðherra í dag. Gögnin sem Halldóra segir að ráðherra hafi leynt nefndinni er minnisblað um störf Braga sem ekki var sagt frá eða afhent þegar fjallað var um málið í febrúar síðastliðnum. „Nú viðurkennir ráðherra að það minnisblað hafi verið til og sé til, en einhverja hluta vegna að þá mögulega vorum við ekki að biðja um þá á réttan hátt. Ég veit það ekki. Það er oft sem að hægt er að fela sig á bak við hluti eða forðast það að gefa upplýsingar ef það er ekki beðið um þá á nákvæmlega réttan hátt,“ sagði Halldóra.Hefur þú enn þá eftir fundinn út á embættisfærslur ráðherra að setja? „Já, ég hef það. Ég spyr hann hvort það hafi verið beint einhverjum tilmælum til Braga og ráðherra svona forðast að svara með því að segja að hann sé ekki með gögnin fyrir framan sig,“ sagði Halldóra. „Mér fannst þetta reyndar mjög góðar umræður í nefndinni og ég hef lagt áherslu á það í þessu máli að eiga gott samstarf við Velferðarnefnd,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra að loknum fundi.Hvað finnst þér um að vera vændur um að ljúga í ræðustól Alþingis og að hafa farið gögn fyrir Velferðarnefnd? „Ég veit að ég hef alltaf sagt satt og rétt frá fyrir Velferðarnefnd. Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu máli,“ sagði Ásmundur.En hefur þú leynt gögnum? Velferðarnefnd er með öll sömu gögn og ráðuneytið hefur í þessu máli,“ sagði Ásmundur.
Tengdar fréttir Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52
Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32