Gullið tækifæri Stólanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. apríl 2018 08:30 vísir KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum