Úrræði fyrir börn í fíknivanda Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. apríl 2018 07:00 Undirritaður hefur lagt mikla áherslu á málefni barna og í undirbúningi er vinna sem miðar að því að gera breytingar á velferðarkerfinu til að styrkja stöðu barna auk þess að endurskoða barnaverndarlögin. Eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í þessari vinnu er umgjörðin sem við höfum þegar kemur að börnum í fíknivanda. Ég hef átt fjölda funda með aðilum sem þessu tengjast og þar má t.d. nefna Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir, Olnbogabörn (samtök aðstandenda barna með fíknivanda) auk fjölda einstaklinga. Þetta samtal hefur verið mikilvægt enda verða öll sjónarmið að heyrast þegar þessi mál eru annars vegar. Eftir þetta samtal er ljóst að þessi mál verða að vinnast hraðar heldur en áætlað er varðandi endurskoðun barnaverndarlaga.Nýtt úrræði á lokametrum Það hefur verið í vinnslu að setja á fót nýtt tilraunaverkefni Barnaverndarstofu fyrir eftirmeðferð barna sem hafa áður verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og eftir atvikum einnig á sjúkrastofnunum vegna alvarlegs fíknivanda og eiga erfitt með að yfirfæra meðferðarárangur á heimaslóðir eða fósturheimili. Þessi börn þurfa mun hægari aðlögun út í samfélagið en almennt tíðkast eftir dvöl á meðferðarheimili og þörfum þeirra verður ekki sinnt með endurteknum vistunum á meðferðarheimilum. Í góðu samstarfi ofangreindra aðila er vinnsla þessa á lokastigum og var verkefnið kynnt í ríkisstjórn í síðustu viku. Samhliða þessu verkefni verður farið í vinnu við að kortleggja og skoða þau meðferðarúrræði sem í boði eru og meta hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera. Ætlunin er að tillögur þeirrar vinnu liggi fyrir innan tveggja mánaða. Þar verði m.a. skoðað hvort ástæða sé til að aldursskipta og kynjaskipta meðferðarúrræðum meira en nú er gert. Það er ekki einungis samfélagslega mikilvægt að við bregðumst við þegar börn eiga í vanda, það er einnig þjóðhagslega mikilvægt. Börn eru það dýrmætasta sem samfélagið á og er fjárfesting í þeim besta fjárfestingin.Höfundur er félagsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur lagt mikla áherslu á málefni barna og í undirbúningi er vinna sem miðar að því að gera breytingar á velferðarkerfinu til að styrkja stöðu barna auk þess að endurskoða barnaverndarlögin. Eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í þessari vinnu er umgjörðin sem við höfum þegar kemur að börnum í fíknivanda. Ég hef átt fjölda funda með aðilum sem þessu tengjast og þar má t.d. nefna Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir, Olnbogabörn (samtök aðstandenda barna með fíknivanda) auk fjölda einstaklinga. Þetta samtal hefur verið mikilvægt enda verða öll sjónarmið að heyrast þegar þessi mál eru annars vegar. Eftir þetta samtal er ljóst að þessi mál verða að vinnast hraðar heldur en áætlað er varðandi endurskoðun barnaverndarlaga.Nýtt úrræði á lokametrum Það hefur verið í vinnslu að setja á fót nýtt tilraunaverkefni Barnaverndarstofu fyrir eftirmeðferð barna sem hafa áður verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og eftir atvikum einnig á sjúkrastofnunum vegna alvarlegs fíknivanda og eiga erfitt með að yfirfæra meðferðarárangur á heimaslóðir eða fósturheimili. Þessi börn þurfa mun hægari aðlögun út í samfélagið en almennt tíðkast eftir dvöl á meðferðarheimili og þörfum þeirra verður ekki sinnt með endurteknum vistunum á meðferðarheimilum. Í góðu samstarfi ofangreindra aðila er vinnsla þessa á lokastigum og var verkefnið kynnt í ríkisstjórn í síðustu viku. Samhliða þessu verkefni verður farið í vinnu við að kortleggja og skoða þau meðferðarúrræði sem í boði eru og meta hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera. Ætlunin er að tillögur þeirrar vinnu liggi fyrir innan tveggja mánaða. Þar verði m.a. skoðað hvort ástæða sé til að aldursskipta og kynjaskipta meðferðarúrræðum meira en nú er gert. Það er ekki einungis samfélagslega mikilvægt að við bregðumst við þegar börn eiga í vanda, það er einnig þjóðhagslega mikilvægt. Börn eru það dýrmætasta sem samfélagið á og er fjárfesting í þeim besta fjárfestingin.Höfundur er félagsmálaráðherra
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar