Þróa leiðir til gjaldtöku og geta fylgst með átroðningi um leið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:45 Til stendur að setja upp búnað fyrirtækisins við Jökulsárlón til að greina fjölda gesta Vísir/Jói K. Íslenskt fyrirtæki hefur unnið að lausnum til að auðvelda gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ægir Finnsson, tæknistjóri fyrirtækisins, Computer Vision, segir að með kerfi fyrirtækisins sem kallast Smart Access megi fylgjast með álagi á ferðamannastöðum og jafnvel stýra aðgengi. Hann segir fyrirtækið vilja skoða slíka aðgangsstýringu þegar búið er að setja kerfið upp á fleiri stöðum. „Ferðaþjónustuaðilar geta annað hvort sniðið gjaldskrá eftir álagstímum eða sett upp kvóta inn á svæðið.“ Fyrirtækið hefur unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að uppsetningu Smart Access kerfisins og er það í notkun í Skaftafelli og stefnt er að greiningu við Jökulsárlón. Ægir segir að lausnir á átroðningi á ferðamannastöðum eðlilega vera mikið í umræðunni. Hann tekur Reykjadal og lokun göngusvæðisins þar sem nýlegt dæmi.„Það er búið að loka vegna þess að ásóknin er svo mikil á þeim tímum þegar svæðið er viðkvæmt. Ef fylgst hefði verið með ásókninni aftur í tímann hefði auðveldlega mátt stýra umferðinni.“ Ægir segir kerfið vera einfalt í notkun. Þegar ökumaður ekur inn á svæðið er hann upplýstur að um gjaldsvæði sé að ræða. Myndavél greinir bílnúmer ökutækisins og skráir hjá sér hvenær bifreið er ekið inn á svæðið og af því. Ökumaður getur greitt í gegnum smáforrit, í greiðsluvél á staðnum eða á vefnum. Kerfið ber loks saman greiðslur í kerfinu og viðveru ökutækja. Fari ökumaður án þess að borga er eiganda bílsins send krafa í heimabanka. Kerfið nýtir sér svo upplýsingar frá ökutækjaskrá til þess að greina aðsóknina. „Þar getum við séð stærð bíla og farþegafjölda. Með því að greina það yfir daginn, alla vikuna, allt árið getum við séð hvað eru margir inni á svæðinu í einu,“ útskýrir Ægir. Með því móti má greina hvenær mest ásókn er á svæðið og breyta gjaldinu í takt við það. „Svo er hægt að tengja þetta við veðurspá og þá geta staðahaldarar áætlað út frá veðri hversu margir mæta og hagað gjaldskrá út frá því.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur unnið að lausnum til að auðvelda gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ægir Finnsson, tæknistjóri fyrirtækisins, Computer Vision, segir að með kerfi fyrirtækisins sem kallast Smart Access megi fylgjast með álagi á ferðamannastöðum og jafnvel stýra aðgengi. Hann segir fyrirtækið vilja skoða slíka aðgangsstýringu þegar búið er að setja kerfið upp á fleiri stöðum. „Ferðaþjónustuaðilar geta annað hvort sniðið gjaldskrá eftir álagstímum eða sett upp kvóta inn á svæðið.“ Fyrirtækið hefur unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að uppsetningu Smart Access kerfisins og er það í notkun í Skaftafelli og stefnt er að greiningu við Jökulsárlón. Ægir segir að lausnir á átroðningi á ferðamannastöðum eðlilega vera mikið í umræðunni. Hann tekur Reykjadal og lokun göngusvæðisins þar sem nýlegt dæmi.„Það er búið að loka vegna þess að ásóknin er svo mikil á þeim tímum þegar svæðið er viðkvæmt. Ef fylgst hefði verið með ásókninni aftur í tímann hefði auðveldlega mátt stýra umferðinni.“ Ægir segir kerfið vera einfalt í notkun. Þegar ökumaður ekur inn á svæðið er hann upplýstur að um gjaldsvæði sé að ræða. Myndavél greinir bílnúmer ökutækisins og skráir hjá sér hvenær bifreið er ekið inn á svæðið og af því. Ökumaður getur greitt í gegnum smáforrit, í greiðsluvél á staðnum eða á vefnum. Kerfið ber loks saman greiðslur í kerfinu og viðveru ökutækja. Fari ökumaður án þess að borga er eiganda bílsins send krafa í heimabanka. Kerfið nýtir sér svo upplýsingar frá ökutækjaskrá til þess að greina aðsóknina. „Þar getum við séð stærð bíla og farþegafjölda. Með því að greina það yfir daginn, alla vikuna, allt árið getum við séð hvað eru margir inni á svæðinu í einu,“ útskýrir Ægir. Með því móti má greina hvenær mest ásókn er á svæðið og breyta gjaldinu í takt við það. „Svo er hægt að tengja þetta við veðurspá og þá geta staðahaldarar áætlað út frá veðri hversu margir mæta og hagað gjaldskrá út frá því.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28