Minnisblöð varpa nýju ljósi á samband Trump og Comey Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 07:48 Donald Trump og James Comey hafa tekist á fyrir opnum tjöldum síðustu vikur. Vísir/afp Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hafði miklar áhyggjur af dómgreind fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa síns, Michael Flynn, ef marka má minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Fimmtán blaðsíður af minnisblöðum Comey voru opinberaðar nú í nótt og eru þær sagðar varpa nýju ljósi á samskipti hans og forsetans, sem rak Comey í maí í fyrra. Þeir hafa farið hörðum orðum hvor um annan síðustu vikur eða allt frá því að glefsur úr æviminningum Comey, A Higher Loyalty, fóru að leka í bandaríska fjölmiðla. Trump hefur til að mynda kallað Comey „slímbolta“ og „versta forstjóra FBI frá upphafi“James Comey Memos just out and show clearly that there was NO COLLUSION and NO OBSTRUCTION. Also, he leaked classified information. WOW! Will the Witch Hunt continue?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 20, 2018 Eitt minnisblaðanna fjallar um fund sem Comey átti með Trump í Hvíta húsinu á meðan hann gegndi enn embætti forstjóra FBI. Í því kemur fram að Trump hafi farið þess á leit við Comey að hann myndi stöðva rannsókn embættisins á gjörðum þáverandi þjóðaröryggisráðgjafans Flynn, sem grunaður var um óeðlileg tengsl við rússneska áhrifamenn. Comey ritar að Trump hafi tjáð sér að Flynn, að hans mati, væri með „alvarlega lélega dómgreind.“ Því næst hafi hann kennt Flynn um að hafi trassað það að svara símtali þjóðarleiðtoga, sem hafi ætlað sér að óska Trump til hamingju með embættistökuna í janúar í fyrra. „Ég hafði ekki sagt neitt á þessum tímapunkti og ekki minnst einu orði á áhuga og samskipti FBI við Flynn,“ skrifar Comey.Sjá einnig: Comey talaði í fyrirsögnum Um þetta leyti, í upphafi síðasta árs, var FBI búið að yfirheyra Flynn vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Varnarmálaráðuneytið hafði einnig varað Hvíta húsið að sérfræðingar úr þeirra röðum óttuðust að Flynn væri ginkeyptur fyrir mútum. Trump rak Flynn þann 13. febrúar í fyrra og var ástæðan sögð vera sú að hann hafi sagt Hvíta húsinu ósatt um samskipti sín við Rússa. Í öðru minnisblaði segir Comey að Trump hafi boðað hann á sinn fund, vísað öðrum embættismönnum út af skrifstofunni og því næst hvatt Comey til að hætta að rannsaka málefni Flynn. Hann væri þrátt fyrir allt „góður gæi.“ Minnisblöðin benda einnig til þess að þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, hafi spurt Comey hvort að FBI væri að hlera samskipti Flynn. Frekar má fræðast um minnisblöðin, sem sögð eru styðja það sem fram kemur í æviminningum Comey, á vef Guardian og breska ríkisútvarpsins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hafði miklar áhyggjur af dómgreind fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa síns, Michael Flynn, ef marka má minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Fimmtán blaðsíður af minnisblöðum Comey voru opinberaðar nú í nótt og eru þær sagðar varpa nýju ljósi á samskipti hans og forsetans, sem rak Comey í maí í fyrra. Þeir hafa farið hörðum orðum hvor um annan síðustu vikur eða allt frá því að glefsur úr æviminningum Comey, A Higher Loyalty, fóru að leka í bandaríska fjölmiðla. Trump hefur til að mynda kallað Comey „slímbolta“ og „versta forstjóra FBI frá upphafi“James Comey Memos just out and show clearly that there was NO COLLUSION and NO OBSTRUCTION. Also, he leaked classified information. WOW! Will the Witch Hunt continue?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 20, 2018 Eitt minnisblaðanna fjallar um fund sem Comey átti með Trump í Hvíta húsinu á meðan hann gegndi enn embætti forstjóra FBI. Í því kemur fram að Trump hafi farið þess á leit við Comey að hann myndi stöðva rannsókn embættisins á gjörðum þáverandi þjóðaröryggisráðgjafans Flynn, sem grunaður var um óeðlileg tengsl við rússneska áhrifamenn. Comey ritar að Trump hafi tjáð sér að Flynn, að hans mati, væri með „alvarlega lélega dómgreind.“ Því næst hafi hann kennt Flynn um að hafi trassað það að svara símtali þjóðarleiðtoga, sem hafi ætlað sér að óska Trump til hamingju með embættistökuna í janúar í fyrra. „Ég hafði ekki sagt neitt á þessum tímapunkti og ekki minnst einu orði á áhuga og samskipti FBI við Flynn,“ skrifar Comey.Sjá einnig: Comey talaði í fyrirsögnum Um þetta leyti, í upphafi síðasta árs, var FBI búið að yfirheyra Flynn vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Varnarmálaráðuneytið hafði einnig varað Hvíta húsið að sérfræðingar úr þeirra röðum óttuðust að Flynn væri ginkeyptur fyrir mútum. Trump rak Flynn þann 13. febrúar í fyrra og var ástæðan sögð vera sú að hann hafi sagt Hvíta húsinu ósatt um samskipti sín við Rússa. Í öðru minnisblaði segir Comey að Trump hafi boðað hann á sinn fund, vísað öðrum embættismönnum út af skrifstofunni og því næst hvatt Comey til að hætta að rannsaka málefni Flynn. Hann væri þrátt fyrir allt „góður gæi.“ Minnisblöðin benda einnig til þess að þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, hafi spurt Comey hvort að FBI væri að hlera samskipti Flynn. Frekar má fræðast um minnisblöðin, sem sögð eru styðja það sem fram kemur í æviminningum Comey, á vef Guardian og breska ríkisútvarpsins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53
Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49