Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 21:00 Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“ Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira