Krúttlega Ísland Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun