Langlífi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2018 07:00 „Líflína þín er óvenju stutt, þannig að þú verður ekkert voðalega gömul,“ sagði spákona mér þegar ég var tvítug. Hún sagði mér líka ýmislegt annað sem átti eftir að rætast. Því hefur það hvarflað að mér hvort endalok okkar séu fyrirfram ákveðin. En þegar saga langlífustu þjóðar heims er skoðuð má læra ýmislegt. Japanir voru ekki alltaf langlífastir. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Japanir með eina hæstu dánartíðnina og árið 1980 voru íbúar Nagano-héraðs í japönsku ölpunum með hæstu tíðni heilablóðfalla. Ráðamenn leituðu skýringa og fundu hana í þjóðarréttinum tsukemono sem inniheldur mikið af salti og var vinsæll í héraðinu. Með öflugu fræðsluátaki tókst að draga úr neyslunni sem varð til þess að tíðni heilablóðfalla lækkaði hratt. Japanir hafa gert fleira til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Eftir að ævistarfinu lýkur taka margir upp hlutastarf á nýjum vettvangi. Þeir virkja hver annan í gönguferðir, nágranna og fjölskyldu. Þeir bera fram matinn á litlum diskum og innbyrða um þriðjung af hitaeiningunum sem Bandaríkjamenn neyta. Japanir hugsa um hreinlæti og heilbrigðiskerfið er gott. Fjölskyldan er náin og félagsleg tengsl sterk. Stjórnvöld leggja áherslu á forvarnir fyrir íbúa sína svo þeir lifi ekki einungis lengi heldur geti notið þess að eldast heilbrigðir. Fyrst eftir spádóminn hugsaði ég með mér að það væri nú bara helvíti gott ef ég næði fertugu. Svo varð ég fertug og mér fannst lífið rétt að byrja. Því er gott til þess að hugsa að við getum gert ýmislegt til að auka líkurnar á að við náum háum aldri. Það hafa Japanir kennt okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
„Líflína þín er óvenju stutt, þannig að þú verður ekkert voðalega gömul,“ sagði spákona mér þegar ég var tvítug. Hún sagði mér líka ýmislegt annað sem átti eftir að rætast. Því hefur það hvarflað að mér hvort endalok okkar séu fyrirfram ákveðin. En þegar saga langlífustu þjóðar heims er skoðuð má læra ýmislegt. Japanir voru ekki alltaf langlífastir. Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Japanir með eina hæstu dánartíðnina og árið 1980 voru íbúar Nagano-héraðs í japönsku ölpunum með hæstu tíðni heilablóðfalla. Ráðamenn leituðu skýringa og fundu hana í þjóðarréttinum tsukemono sem inniheldur mikið af salti og var vinsæll í héraðinu. Með öflugu fræðsluátaki tókst að draga úr neyslunni sem varð til þess að tíðni heilablóðfalla lækkaði hratt. Japanir hafa gert fleira til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. Eftir að ævistarfinu lýkur taka margir upp hlutastarf á nýjum vettvangi. Þeir virkja hver annan í gönguferðir, nágranna og fjölskyldu. Þeir bera fram matinn á litlum diskum og innbyrða um þriðjung af hitaeiningunum sem Bandaríkjamenn neyta. Japanir hugsa um hreinlæti og heilbrigðiskerfið er gott. Fjölskyldan er náin og félagsleg tengsl sterk. Stjórnvöld leggja áherslu á forvarnir fyrir íbúa sína svo þeir lifi ekki einungis lengi heldur geti notið þess að eldast heilbrigðir. Fyrst eftir spádóminn hugsaði ég með mér að það væri nú bara helvíti gott ef ég næði fertugu. Svo varð ég fertug og mér fannst lífið rétt að byrja. Því er gott til þess að hugsa að við getum gert ýmislegt til að auka líkurnar á að við náum háum aldri. Það hafa Japanir kennt okkur.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar