Tíu ár frá gas, gas, gas Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Sturla Jónsson við mótmæli í Ártúnsbrekku í mars 2008. Vísir/Arnþór Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi. Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.Hér fyrir neðan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá 23. apríl 2008.Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann. Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar lögreglumenn beittu piparúða og vöruðu við með orðunum „gas, gas, gas“ eins og frægt er orðið.Sturla bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi. Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.Hér fyrir neðan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá 23. apríl 2008.Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann. Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar lögreglumenn beittu piparúða og vöruðu við með orðunum „gas, gas, gas“ eins og frægt er orðið.Sturla bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira