Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni til Svíþjóðar. Lögreglan á Suðurnesjum Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam, Rob Van der Veen, segir í samtali að enginn annar hafi verið handtekinn með Sindra en vill að öðru leyti ekki fara nánar út í handtökuna, til að mynda hvað kom lögreglunni á sporið og leiddi til þess að Sindri var tekinn höndum. Þá vill hann ekki svara því til hvort Sindri hafi verið einn á ferð í miðborg Amsterdam þegar hann var handtekinn. Aðspurður kveðst Van der Veen ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam en eftir að hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags tók hann leigubíl til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Svíþjóðar.Rob van der Veen, talsmaður lögreglunnar í Amsterdam.Lögreglan í Amsterdam.Óljóst hvenær Sindri verður framseldur Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn á stórfelldum þjófnaði sem Sindri er grunaður um aðild að hafði litlar sem engar upplýsingar um handtökuna þegar Vísir náði tali af honum upp úr klukkan ellefu í morgun. Þannig kvaðst hann ekki hafa upplýsingar um það hvort einhver virkni á samfélagsmiðlum, myndir eða annað slíkt, hefði komið lögreglu á sporið en Hafþór Logi Hlynsson, vinur Sindra, birti mynd af sér á Instagram í Amsterdam í gær. Í samtali við Vísi sagði Hafþór að myndin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra en myndina hefði hann birt eftir handtökuna í gærkvöldi. Óljóst er hvenær Sindri kemur til landsins en nú fer í gang framsalsferli á grundvelli samnings þar um sem Ísland og Holland hafa gert með sér. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann vonaðist til að Sindri kæmi til landsins eftir nokkra daga og í mesta lagi eftir rúmlega viku.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurHafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49