Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. apríl 2018 13:18 Vísir/valli Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið reykjavikerokkar@gmail.com og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið reykjavikerokkar@gmail.com og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira