Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 19:30 Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. Velferðarnefnd Alþingis fékk í dag til sín skoskan prófessor í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Prófessorinn lauk nýverið við rannsókn á sextíu þúsund breskum ungmennum þar sem kom fram að engin hætta sé á því að veip leiði ungt fólk út í reykingar síðar meir. ,,Við höfum ekki séð að ungt fólk sem notar rafrettur verði háð tóbaki í Bretlandi,“ segir Linda Bauld. Linda segir að í raun séu tengsl milli aukinnar rafrettunotkunnar og þess að reykingar hafi dregist saman. „Á síðustu árum höfum við séð að á meðan rafrettur hafa verið mjög vinsælar meðal ungmenna í Bretlandi hefur tíðni tíðni tóbaksreykinga dregist verulega saman. Jafnvel meira en þær gerðu áður,“ segir Linda. Linda ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að grípa tækifærið sem felist í rafrettum til að komast fyrir tóbaksreykingar og öll þau heilbrigðisvandamál sem þeim fylgja. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafrettur er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar segir nefndina sammála í stórum dráttum um að vinda þurfi ofan af frumvarpinu eins og það lítur núna út. „Það hafa verið hræðsluviðbrögð við því að ungt fólk hafi verið að ánetjast veipinu og fari mögulega í framhaldinu út í tóbaksreykingar. Meðan það gleymist að sjá veipið sem stórkostlega lausn fyrir reykingafólk, þ.e. það sé skaðaminnkun fólgin í að fara úr reykingum í veipið sem virðist vera mun skaðminna en tóbaksreykingar,“ segir Halldóra. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. Velferðarnefnd Alþingis fékk í dag til sín skoskan prófessor í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Prófessorinn lauk nýverið við rannsókn á sextíu þúsund breskum ungmennum þar sem kom fram að engin hætta sé á því að veip leiði ungt fólk út í reykingar síðar meir. ,,Við höfum ekki séð að ungt fólk sem notar rafrettur verði háð tóbaki í Bretlandi,“ segir Linda Bauld. Linda segir að í raun séu tengsl milli aukinnar rafrettunotkunnar og þess að reykingar hafi dregist saman. „Á síðustu árum höfum við séð að á meðan rafrettur hafa verið mjög vinsælar meðal ungmenna í Bretlandi hefur tíðni tíðni tóbaksreykinga dregist verulega saman. Jafnvel meira en þær gerðu áður,“ segir Linda. Linda ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að grípa tækifærið sem felist í rafrettum til að komast fyrir tóbaksreykingar og öll þau heilbrigðisvandamál sem þeim fylgja. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafrettur er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar segir nefndina sammála í stórum dráttum um að vinda þurfi ofan af frumvarpinu eins og það lítur núna út. „Það hafa verið hræðsluviðbrögð við því að ungt fólk hafi verið að ánetjast veipinu og fari mögulega í framhaldinu út í tóbaksreykingar. Meðan það gleymist að sjá veipið sem stórkostlega lausn fyrir reykingafólk, þ.e. það sé skaðaminnkun fólgin í að fara úr reykingum í veipið sem virðist vera mun skaðminna en tóbaksreykingar,“ segir Halldóra.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira