Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 08:34 Loftleiðir lentu flugvél á Suðurskautinu árið 2015. Ágúst Hákonarson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira