Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 08:34 Loftleiðir lentu flugvél á Suðurskautinu árið 2015. Ágúst Hákonarson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira