Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar 24. apríl 2018 14:41 Katrín Jakobsdóttir segir að unnið sé af heilindum í máli Hauks Hilmarssonar Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45