Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:29 Mynd frá IFB af Hauki. Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Sjá meira
Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Sjá meira
Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu