Óskilvirkur og fyrirsjáanlegur hlutabréfamarkaður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2018 21:00 Stefán B. Gunnlaugsson dósent við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri hefur rannsakað íslenska hlutabréfamarkaðinn. Nýlega birti hann rannsókn þar sem kann kannaði skilvirkni hans. Niðurstöðurnar koma á óvart: „Markaðurinn er óskilvirkur. Með mjög einfaldri aðferðafræði, byggða á tæknigreiningu, sem sumir alþjóðlegir fjárfestar nota hefði verið hægt að ná margfalt betri ávöxtun en markaðurinn að meðaltali. Á skilvirkum markaði væri það ómögulegt,“ segir Stefán. Hann segir að markaðurinn hafi verið fyrirsjáanlegur. Ef ávöxtun var góð í síðasta mánuði voru miklar líkur á áframhaldi á góðri ávöxtun en ef ávöxtun var slæm væru verulegar líkur á vondri ávöxtun. Aðferðafræði sem byggir á skuldsetningu þar sem veðjað var á hækkanir og skortstöðu þar sem reynt er að hagnast á lækkunum hefði skilað frábærri ávöxtun. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur einungis skilað rúmlega tvö prósent árlegri ávöxtun frá 1993 að meðaltali, en nokkrar einfaldar aðferðir hefðu skilað 20 til 36 prósent árlegri ávöxtun – þarna er geipilegur munur.“ Ástæður þessarar hegðunar marksins er smæð hans segir Stefán. „Fáir stórir fjárfestar sem kaupa og selja undir svipuðum aðstæðum leiðir til þessarar hegðunar.“ Stefán er kunnugt um að sænskir fjárfestar beittu þessari aðferðafræði fyrir hrun og högnuðust á henni. Það er áhugavert að markaðurinn hefur ekkert hækkað síðustu tvö ár. Líkleg skýring á því telur Stefán vera minni kaupkraftur íslenskrar lífeyrissjóða. „Lífeyrissjóðirnir töpuðu nærri allri eign sinni í íslenskum hlutabréfum í hruninu. Þeir fóru að kaupa þau aftur fljótlega eftir hrun sem leiddi til hækkunar hlutabréfa. Þau kaup eru nú að mestu hætt og fjárfesta íslenskir lífeyrissjóðir nú frekar í erlendum hlutabréfum.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Stefán B. Gunnlaugsson dósent við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri hefur rannsakað íslenska hlutabréfamarkaðinn. Nýlega birti hann rannsókn þar sem kann kannaði skilvirkni hans. Niðurstöðurnar koma á óvart: „Markaðurinn er óskilvirkur. Með mjög einfaldri aðferðafræði, byggða á tæknigreiningu, sem sumir alþjóðlegir fjárfestar nota hefði verið hægt að ná margfalt betri ávöxtun en markaðurinn að meðaltali. Á skilvirkum markaði væri það ómögulegt,“ segir Stefán. Hann segir að markaðurinn hafi verið fyrirsjáanlegur. Ef ávöxtun var góð í síðasta mánuði voru miklar líkur á áframhaldi á góðri ávöxtun en ef ávöxtun var slæm væru verulegar líkur á vondri ávöxtun. Aðferðafræði sem byggir á skuldsetningu þar sem veðjað var á hækkanir og skortstöðu þar sem reynt er að hagnast á lækkunum hefði skilað frábærri ávöxtun. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur einungis skilað rúmlega tvö prósent árlegri ávöxtun frá 1993 að meðaltali, en nokkrar einfaldar aðferðir hefðu skilað 20 til 36 prósent árlegri ávöxtun – þarna er geipilegur munur.“ Ástæður þessarar hegðunar marksins er smæð hans segir Stefán. „Fáir stórir fjárfestar sem kaupa og selja undir svipuðum aðstæðum leiðir til þessarar hegðunar.“ Stefán er kunnugt um að sænskir fjárfestar beittu þessari aðferðafræði fyrir hrun og högnuðust á henni. Það er áhugavert að markaðurinn hefur ekkert hækkað síðustu tvö ár. Líkleg skýring á því telur Stefán vera minni kaupkraftur íslenskrar lífeyrissjóða. „Lífeyrissjóðirnir töpuðu nærri allri eign sinni í íslenskum hlutabréfum í hruninu. Þeir fóru að kaupa þau aftur fljótlega eftir hrun sem leiddi til hækkunar hlutabréfa. Þau kaup eru nú að mestu hætt og fjárfesta íslenskir lífeyrissjóðir nú frekar í erlendum hlutabréfum.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira