Kæru Íslendingar, verndið villta laxastofna Kurt Beardslee skrifar 25. apríl 2018 07:00 Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun