Allir hjá félaginu þurfa núna að spýta í lófana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Rúnar fylgist með á hliðarlínunni er hann stýrði Balingen í Þýskalandi. vísir/getty Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. ingvithor@frettabladid.is Olís-deild karla Mest lesið Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. ingvithor@frettabladid.is
Olís-deild karla Mest lesið Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti