Allir hjá félaginu þurfa núna að spýta í lófana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2018 08:00 Rúnar fylgist með á hliðarlínunni er hann stýrði Balingen í Þýskalandi. vísir/getty Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. ingvithor@frettabladid.is Olís-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Sjá meira
Undanfarin sex ár hefur Rúnar Sigtryggsson verið búsettur í Þýskalandi og starfað þar við þjálfun. Hann stýrði Aue í fjögur ár og var svo ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Balingen-Weilstetten. Rúnar stýrði liðinu í tæpt eitt og hálft ár en var látinn fara þaðan í október. Hann er nú á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Rúnar gerði þriggja ára samning við Garðabæjarliðið í gær en hann tekur við liðinu af Einari Jónssyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrra og í úrslitakeppnina á fyrsta ári í efstu deild. „Ég átti í viðræðum við úrvalsdeildarlið en eftir að það datt upp fyrir var stefnan að fara heim. Ég er búinn að vera lengi í fríi, hálft ár,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið. „Þegar það var ekkert meira spennandi en maður var búinn að gera hérna var það okkar skref að fara heim. Það var svo mjög ánægjulegt þegar Stjarnan hafði samband.“ Stjörnumenn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féllu úr leik fyrir Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Menn vilja gera betur og sumum finnst að þeir hefðu átt að gera betur í vetur. En taflan lýgur ekkert, maður er ekkert betri en hún sýnir. Það þurfa allir að spýta í lófana.“ Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir tvo leikmenn sem spiluðu undir hans stjórn hjá Aue; Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson. „Bjarki er einn besti varnarmaður sem ég hef unnið með og það gekk mjög vel síðast. Svo eru þarna mjög efnilegir leikmenn sem maður hefur fylgst með eins og Aron Dagur [Pálsson] og Egill [Magnússon],“ segir Rúnar. Metnaðurinn er mikill í Garðabænum og Rúnar vonast til að geta komið Stjörnunni nær bestu liðum landsins. „Forráðamennirnir stefna hærra og ég held að leikmennirnir vilji það líka. Það er mikilvægt að allir gangi í takt. Við þurfum að leggja aðeins meira á okkur,“ segir Rúnar. Akureyringurinn hefur fylgst með deildinni hér heima og er, eins og flestir, á því að hún sé sífellt að styrkjast. „Ég hef séð nokkra leiki í vetur og ég held að það sé rétt að það eru meiri gæði í henni en oft áður og þetta er allt á réttri leið,“ segir Rúnar sem kemur til landsins á næstu dögum og hittir verðandi lærisveina sína. Í sumar er svo komið að því að flytja heim til Íslands á ný. ingvithor@frettabladid.is
Olís-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Sjá meira