Innlent

Fjöllistamaðurinn Ketill Larsen er fallinn frá

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
"Þær eru ekki allar stórar myndirnar mínar,“ segir Ketill.
"Þær eru ekki allar stórar myndirnar mínar,“ segir Ketill. Vísir/Vilhelm
Ketill Larsen fjöllistamaður er látinn, 84 ára að aldri. Þetta kemur fram í Facebook færslu frá Ásatrúarfélaginu. Ketill var meðlimum Ásatrúarfélagsins vel kunnur meðal annars af setu sinni á höfuðblótum Ásatrúarfélagsins.

„Ketill Larsen fjöllistamaður er fallin frá 84 ára að aldri. Ketill var ásatrúarfólki vel kunnur meðal annars af setu sinni á höfuðblótum félagsins. Hans verður lengi minnst af börnum á öllum aldri sem nutu þess að kynnast Tóta trúð á Sigurblótum félagsins,“ segir meðal annars í færslunni.

Ketill var fjöllistamaður en hann tróð gjarnan upp sem Tóti trúður og málaði einnig myndir og fékkst líka við teikningar. Heimildarmynd um Ketil var frumsýnd í mars árið 2008 en það voru Tómas Lemarquis og Joseph Marzolla sem stóðu að myndinni. 


Tengdar fréttir

Ekkert hættur að mála

Fjöllistamaðurinn Ketill Larsen opnar málverkasýningu í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Hann er ekki einn á ferð því fjölskylda hans er listfeng líka og fær sitt rými.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×