Kraftmikil sókn í menntamálum Skúli Helgason skrifar 27. apríl 2018 07:00 Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna. Stærstur hluti hefur farið í að borga hærri laun til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum en einnig hafa framlög aukist verulega til innra starfs, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að hagur borgarsjóðs fór að vænkast. Sterk fjárhagsstaða borgarinnar er einmitt lykillinn að því að nú er hægt að ráðast í metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum sem lengi hefur verið beðið eftir.Tvöfalt hærri framlög Góðu heilli er íbúasamsetning þjóðarinnar fjölskrúðugri nú en áður og hlutfall barna af erlendum uppruna fer vaxandi í skólum borgarinnar. Meirihlutinn í borginni hefur mætt því með tvöföldun framlaga í fjölmenningarlegt leikskólastarf og tvöfalt hærri framlögum til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nú njóta um 2.200 börn þeirrar kennslu en voru að meðaltali rúmlega 300 á árunum 2004-2014. Aukin áhersla á sérkennslu og faglegt starf Framlög til faglegs starfs og sérkennslu hafa aukist mjög í leikskólum og grunnskólum og við hyggjumst taka meira tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns. Það mun koma til góða í skólum og skólahverfum með hátt hlutfall barna sem þurfa sérstakan stuðning vegna félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna. Það er jafnaðarstefna í framkvæmd sem er okkar leiðarljós við stjórn borgarinnar. Bætt starfsumhverfi Mikil og góð samvinna hefur verið við forystu kennara í leikskólum og grunnskólum og starfsfólk frístundamiðstöðva um að greina og leggja til úrbætur á starfsumhverfi þeirra. Nú þegar hafa rúmlega 20 af þessum tillögum verið samþykktar og hefur meira en 600 milljónum verið úthlutað til að hrinda þeim í framkvæmd auk þess sem framlög til viðhalds og endurbóta á húsnæði og starfsaðstöðu hafa rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi misserum. Menntastefna verður til Undanfarið ár hefur staðið yfir tímamótavinna við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkur til 2030 og hafa þúsundir lagt þar gott til málanna: kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk, foreldrar, ráðgjafar og síðast en ekki síst börn og ungmenni sem hafa sterkar og spennandi skoðanir á skóla- og frístundastarfinu. Þessi vinna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en til stendur að kynna hana á komandi vikum og innleiða frá og með næsta skólaári. Þar verður m.a. aukin áhersla á félagsfærni, sjálfseflingu og alhliða þroska barna, meira val og fjölbreytni í viðfangsefnum þeirra og markvissari stuðning við börn með fjölþættar þarfir sem mikilvægt er að sinna fljótt og vel til að þau njóti sömu tækifæra og jafnaldrar þeirra. Skólamálin í borginni eru í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar í þessum mikilvæga málaflokki.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Skúli Helgason Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í menntamálum í Reykjavík og hafa framlög til málaflokksins aukist um 25% frá 2014 eða um rúmlega níu milljarða króna. Stærstur hluti hefur farið í að borga hærri laun til starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum en einnig hafa framlög aukist verulega til innra starfs, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að hagur borgarsjóðs fór að vænkast. Sterk fjárhagsstaða borgarinnar er einmitt lykillinn að því að nú er hægt að ráðast í metnaðarfulla uppbyggingu í leikskólamálum sem lengi hefur verið beðið eftir.Tvöfalt hærri framlög Góðu heilli er íbúasamsetning þjóðarinnar fjölskrúðugri nú en áður og hlutfall barna af erlendum uppruna fer vaxandi í skólum borgarinnar. Meirihlutinn í borginni hefur mætt því með tvöföldun framlaga í fjölmenningarlegt leikskólastarf og tvöfalt hærri framlögum til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Nú njóta um 2.200 börn þeirrar kennslu en voru að meðaltali rúmlega 300 á árunum 2004-2014. Aukin áhersla á sérkennslu og faglegt starf Framlög til faglegs starfs og sérkennslu hafa aukist mjög í leikskólum og grunnskólum og við hyggjumst taka meira tillit til lýðfræðilegra þátta við úthlutun fjármagns. Það mun koma til góða í skólum og skólahverfum með hátt hlutfall barna sem þurfa sérstakan stuðning vegna félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna. Það er jafnaðarstefna í framkvæmd sem er okkar leiðarljós við stjórn borgarinnar. Bætt starfsumhverfi Mikil og góð samvinna hefur verið við forystu kennara í leikskólum og grunnskólum og starfsfólk frístundamiðstöðva um að greina og leggja til úrbætur á starfsumhverfi þeirra. Nú þegar hafa rúmlega 20 af þessum tillögum verið samþykktar og hefur meira en 600 milljónum verið úthlutað til að hrinda þeim í framkvæmd auk þess sem framlög til viðhalds og endurbóta á húsnæði og starfsaðstöðu hafa rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Þessi mál verða áfram í forgangi á komandi misserum. Menntastefna verður til Undanfarið ár hefur staðið yfir tímamótavinna við mótun nýrrar menntastefnu Reykjavíkur til 2030 og hafa þúsundir lagt þar gott til málanna: kennarar, skólastjórar og annað starfsfólk, foreldrar, ráðgjafar og síðast en ekki síst börn og ungmenni sem hafa sterkar og spennandi skoðanir á skóla- og frístundastarfinu. Þessi vinna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en til stendur að kynna hana á komandi vikum og innleiða frá og með næsta skólaári. Þar verður m.a. aukin áhersla á félagsfærni, sjálfseflingu og alhliða þroska barna, meira val og fjölbreytni í viðfangsefnum þeirra og markvissari stuðning við börn með fjölþættar þarfir sem mikilvægt er að sinna fljótt og vel til að þau njóti sömu tækifæra og jafnaldrar þeirra. Skólamálin í borginni eru í mikilli sókn og fram undan eru spennandi tímar í þessum mikilvæga málaflokki.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar