Pólitísk höft Hörður Ægisson skrifar 27. apríl 2018 10:00 Kaup Guðmundar í Brimi á 34 prósenta hlut í HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina, fyrir 22 milljarða sæta tíðindum. Þótt þau séu ein stærstu verðbréfaviðskipti eftirhrunsáranna þá gæti kaupverðið orðið allt að 65 milljarðar ef aðrir hluthafar samþykkja yfirtökutilboð sem Brimi ber skylda til að leggja fram. Sú niðurstaða er hins vegar ólíkleg. Ljóst þykir að lífeyrissjóðirnir, sem eiga samanlagt um 44 prósent í HB Granda, eru síður áhugasamir um að félagið hverfi af markaði enda er eignarhald þeirra á HB Granda í raun eina leiðin fyrir sjóðina til að hafa aðkomu að einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Sú staðreynd skiptir máli með hliðsjón af þeim takmörkuðu fjárfestingatækifærum sem þeim standa til boða innanlands. Eftir að hafa búið við eindæma góð rekstrarskilyrði eftir fall fjármálakerfisins, þar sem mikill hagnaður gaf sjávarútvegsfyrirtækjum færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína, hefur staðan snúist við síðustu árin. Afkoman farið versnandi og samkeppnishæfnin þverrandi. Kaup Brims á ráðandi hlut í HB Granda gæti styrkt stöðu fyrirtækjanna í þessu krefjandi rekstrarumhverfi, ekki hvað síst í sameiginlegu sölustarfi á erlendum mörkuðum, sem gæti þannig skilað sér í hærra verði fyrir afurðir sjávarútvegsfélaganna. Þá binda sumir vonir við að fjárfesting Brims gæti verið upptakturinn að því að félagið fari einnig á markað í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er af sem áður var þegar nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru skráð á markað um síðustu aldamót. Slík þróun væri eftirsóknarverð. Með fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í dreifðri eigu fjárfesta, lífeyrissjóða og almennings, sem væri mögulega til þess fallið að skapa meiri sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, ætti að sama skapi að vera meiri ástæða en ella til að endurskoða tólf prósenta kvótaþakið. Kjartan Ólafsson, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners, bendir réttilega á það í samtali við Markaðinn í vikunni að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í námunda við kvótaþakið, séu afar takmarkaðir. Íslenskar útgerðir, sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, eru litlar í hinu stóra samhengi og til lengri tíma þurfa fyrirtækin að finna leiðir til að ná fram meiri stærðarhagkvæmni. „Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð,“ útskýrir Kjartan, „þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Undir þau orð skal tekið. Þótt slíkar stærðartakmarkanir séu víðast hvar í löndunum í kringum okkur þá eru þær hvergi eins takmarkandi og hér á landi, og skiptir þá engu hvort litið er til Færeyja, Noregs, Bandaríkjanna eða Kanada. Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomulags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Það er hins vegar hægt að gera enn betur. Pólitísk höft hafa staðið í vegi fyrir frekari framþróun sjávarútvegsins. Því verður að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Kaup Guðmundar í Brimi á 34 prósenta hlut í HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina, fyrir 22 milljarða sæta tíðindum. Þótt þau séu ein stærstu verðbréfaviðskipti eftirhrunsáranna þá gæti kaupverðið orðið allt að 65 milljarðar ef aðrir hluthafar samþykkja yfirtökutilboð sem Brimi ber skylda til að leggja fram. Sú niðurstaða er hins vegar ólíkleg. Ljóst þykir að lífeyrissjóðirnir, sem eiga samanlagt um 44 prósent í HB Granda, eru síður áhugasamir um að félagið hverfi af markaði enda er eignarhald þeirra á HB Granda í raun eina leiðin fyrir sjóðina til að hafa aðkomu að einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Sú staðreynd skiptir máli með hliðsjón af þeim takmörkuðu fjárfestingatækifærum sem þeim standa til boða innanlands. Eftir að hafa búið við eindæma góð rekstrarskilyrði eftir fall fjármálakerfisins, þar sem mikill hagnaður gaf sjávarútvegsfyrirtækjum færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína, hefur staðan snúist við síðustu árin. Afkoman farið versnandi og samkeppnishæfnin þverrandi. Kaup Brims á ráðandi hlut í HB Granda gæti styrkt stöðu fyrirtækjanna í þessu krefjandi rekstrarumhverfi, ekki hvað síst í sameiginlegu sölustarfi á erlendum mörkuðum, sem gæti þannig skilað sér í hærra verði fyrir afurðir sjávarútvegsfélaganna. Þá binda sumir vonir við að fjárfesting Brims gæti verið upptakturinn að því að félagið fari einnig á markað í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er af sem áður var þegar nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru skráð á markað um síðustu aldamót. Slík þróun væri eftirsóknarverð. Með fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í dreifðri eigu fjárfesta, lífeyrissjóða og almennings, sem væri mögulega til þess fallið að skapa meiri sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, ætti að sama skapi að vera meiri ástæða en ella til að endurskoða tólf prósenta kvótaþakið. Kjartan Ólafsson, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners, bendir réttilega á það í samtali við Markaðinn í vikunni að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í námunda við kvótaþakið, séu afar takmarkaðir. Íslenskar útgerðir, sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, eru litlar í hinu stóra samhengi og til lengri tíma þurfa fyrirtækin að finna leiðir til að ná fram meiri stærðarhagkvæmni. „Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð,“ útskýrir Kjartan, „þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Undir þau orð skal tekið. Þótt slíkar stærðartakmarkanir séu víðast hvar í löndunum í kringum okkur þá eru þær hvergi eins takmarkandi og hér á landi, og skiptir þá engu hvort litið er til Færeyja, Noregs, Bandaríkjanna eða Kanada. Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomulags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Það er hins vegar hægt að gera enn betur. Pólitísk höft hafa staðið í vegi fyrir frekari framþróun sjávarútvegsins. Því verður að breyta.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun