Pólitísk höft Hörður Ægisson skrifar 27. apríl 2018 10:00 Kaup Guðmundar í Brimi á 34 prósenta hlut í HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina, fyrir 22 milljarða sæta tíðindum. Þótt þau séu ein stærstu verðbréfaviðskipti eftirhrunsáranna þá gæti kaupverðið orðið allt að 65 milljarðar ef aðrir hluthafar samþykkja yfirtökutilboð sem Brimi ber skylda til að leggja fram. Sú niðurstaða er hins vegar ólíkleg. Ljóst þykir að lífeyrissjóðirnir, sem eiga samanlagt um 44 prósent í HB Granda, eru síður áhugasamir um að félagið hverfi af markaði enda er eignarhald þeirra á HB Granda í raun eina leiðin fyrir sjóðina til að hafa aðkomu að einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Sú staðreynd skiptir máli með hliðsjón af þeim takmörkuðu fjárfestingatækifærum sem þeim standa til boða innanlands. Eftir að hafa búið við eindæma góð rekstrarskilyrði eftir fall fjármálakerfisins, þar sem mikill hagnaður gaf sjávarútvegsfyrirtækjum færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína, hefur staðan snúist við síðustu árin. Afkoman farið versnandi og samkeppnishæfnin þverrandi. Kaup Brims á ráðandi hlut í HB Granda gæti styrkt stöðu fyrirtækjanna í þessu krefjandi rekstrarumhverfi, ekki hvað síst í sameiginlegu sölustarfi á erlendum mörkuðum, sem gæti þannig skilað sér í hærra verði fyrir afurðir sjávarútvegsfélaganna. Þá binda sumir vonir við að fjárfesting Brims gæti verið upptakturinn að því að félagið fari einnig á markað í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er af sem áður var þegar nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru skráð á markað um síðustu aldamót. Slík þróun væri eftirsóknarverð. Með fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í dreifðri eigu fjárfesta, lífeyrissjóða og almennings, sem væri mögulega til þess fallið að skapa meiri sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, ætti að sama skapi að vera meiri ástæða en ella til að endurskoða tólf prósenta kvótaþakið. Kjartan Ólafsson, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners, bendir réttilega á það í samtali við Markaðinn í vikunni að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í námunda við kvótaþakið, séu afar takmarkaðir. Íslenskar útgerðir, sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, eru litlar í hinu stóra samhengi og til lengri tíma þurfa fyrirtækin að finna leiðir til að ná fram meiri stærðarhagkvæmni. „Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð,“ útskýrir Kjartan, „þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Undir þau orð skal tekið. Þótt slíkar stærðartakmarkanir séu víðast hvar í löndunum í kringum okkur þá eru þær hvergi eins takmarkandi og hér á landi, og skiptir þá engu hvort litið er til Færeyja, Noregs, Bandaríkjanna eða Kanada. Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomulags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Það er hins vegar hægt að gera enn betur. Pólitísk höft hafa staðið í vegi fyrir frekari framþróun sjávarútvegsins. Því verður að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Kaup Guðmundar í Brimi á 34 prósenta hlut í HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina, fyrir 22 milljarða sæta tíðindum. Þótt þau séu ein stærstu verðbréfaviðskipti eftirhrunsáranna þá gæti kaupverðið orðið allt að 65 milljarðar ef aðrir hluthafar samþykkja yfirtökutilboð sem Brimi ber skylda til að leggja fram. Sú niðurstaða er hins vegar ólíkleg. Ljóst þykir að lífeyrissjóðirnir, sem eiga samanlagt um 44 prósent í HB Granda, eru síður áhugasamir um að félagið hverfi af markaði enda er eignarhald þeirra á HB Granda í raun eina leiðin fyrir sjóðina til að hafa aðkomu að einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Sú staðreynd skiptir máli með hliðsjón af þeim takmörkuðu fjárfestingatækifærum sem þeim standa til boða innanlands. Eftir að hafa búið við eindæma góð rekstrarskilyrði eftir fall fjármálakerfisins, þar sem mikill hagnaður gaf sjávarútvegsfyrirtækjum færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína, hefur staðan snúist við síðustu árin. Afkoman farið versnandi og samkeppnishæfnin þverrandi. Kaup Brims á ráðandi hlut í HB Granda gæti styrkt stöðu fyrirtækjanna í þessu krefjandi rekstrarumhverfi, ekki hvað síst í sameiginlegu sölustarfi á erlendum mörkuðum, sem gæti þannig skilað sér í hærra verði fyrir afurðir sjávarútvegsfélaganna. Þá binda sumir vonir við að fjárfesting Brims gæti verið upptakturinn að því að félagið fari einnig á markað í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er af sem áður var þegar nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru skráð á markað um síðustu aldamót. Slík þróun væri eftirsóknarverð. Með fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í dreifðri eigu fjárfesta, lífeyrissjóða og almennings, sem væri mögulega til þess fallið að skapa meiri sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, ætti að sama skapi að vera meiri ástæða en ella til að endurskoða tólf prósenta kvótaþakið. Kjartan Ólafsson, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners, bendir réttilega á það í samtali við Markaðinn í vikunni að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í námunda við kvótaþakið, séu afar takmarkaðir. Íslenskar útgerðir, sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, eru litlar í hinu stóra samhengi og til lengri tíma þurfa fyrirtækin að finna leiðir til að ná fram meiri stærðarhagkvæmni. „Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð,“ útskýrir Kjartan, „þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Undir þau orð skal tekið. Þótt slíkar stærðartakmarkanir séu víðast hvar í löndunum í kringum okkur þá eru þær hvergi eins takmarkandi og hér á landi, og skiptir þá engu hvort litið er til Færeyja, Noregs, Bandaríkjanna eða Kanada. Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomulags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Það er hins vegar hægt að gera enn betur. Pólitísk höft hafa staðið í vegi fyrir frekari framþróun sjávarútvegsins. Því verður að breyta.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun