Róbótaréttindi María Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Nú stefnir allt í að vísindaskáldskapur síðustu áratuga verði raunveruleiki á næstu áratugum. Meginþema í þessari framtíðarsýn er aukin sjálfvirkni tækja sem öðlast nánast mennskan skilning með gervigreind, en verða jafnframt skilvirkari en manneskjur því algrím gera færri mistök en mannsheilinn. Róbótarnir eru mismunandi í útliti. Sumum svipar til RoboCop, aðrir eru fartölva. Mikill fjölbreytileiki er í róbótatísku, bæði hvað varðar ytra og innra byrði. Þeir eru auðvitað margir komnir til starfa á vinnumarkaði nú þegar, þó þeir séu mislangt á veg komnir í sjálfvirkninni. Með þessari þróun koma upp fleiri álitaefni en bara hvernig atvinnumarkaðurinn muni þróast. Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun þar sem leitast er við að svara spurningum um hugverkaréttindi róbóta, ábyrgð á skaðaverkum þeirra og hvernig megi tryggja öryggi í notkun þeirra. Hvar sleppir réttindum mannfólksins og hvar hefjast réttindi róbótsins? Þetta er nátengt álitaefnum um notkun sjálfvirkni í hernaði. Ef það er enginn gikkur, var skotinu þá hleypt af? Nýlega skrifaði heimspekingurinn Slavoj Zizek grein þar sem hann velti fyrir sér réttarstöðu kynlífsróbóta og þörf mannfólksins til þess að skilgreina hvort og hvernig mannréttinda róbótar eigi að njóta. Hann heldur að siðferði og mannréttindi gætu úrelst samhliða aukinni róbótavæðingu samfélagsins. Þannig feli gervigreind hugsanlega í sér aðra og hærri vitund sem bjóði upp á þróaðri valkosti en „gott“ og „vont“ og það sé ekki á valdi mannfólksins að meta hvort sé betra fyrir þá. Megi mátturinn vera með okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stefnir allt í að vísindaskáldskapur síðustu áratuga verði raunveruleiki á næstu áratugum. Meginþema í þessari framtíðarsýn er aukin sjálfvirkni tækja sem öðlast nánast mennskan skilning með gervigreind, en verða jafnframt skilvirkari en manneskjur því algrím gera færri mistök en mannsheilinn. Róbótarnir eru mismunandi í útliti. Sumum svipar til RoboCop, aðrir eru fartölva. Mikill fjölbreytileiki er í róbótatísku, bæði hvað varðar ytra og innra byrði. Þeir eru auðvitað margir komnir til starfa á vinnumarkaði nú þegar, þó þeir séu mislangt á veg komnir í sjálfvirkninni. Með þessari þróun koma upp fleiri álitaefni en bara hvernig atvinnumarkaðurinn muni þróast. Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun þar sem leitast er við að svara spurningum um hugverkaréttindi róbóta, ábyrgð á skaðaverkum þeirra og hvernig megi tryggja öryggi í notkun þeirra. Hvar sleppir réttindum mannfólksins og hvar hefjast réttindi róbótsins? Þetta er nátengt álitaefnum um notkun sjálfvirkni í hernaði. Ef það er enginn gikkur, var skotinu þá hleypt af? Nýlega skrifaði heimspekingurinn Slavoj Zizek grein þar sem hann velti fyrir sér réttarstöðu kynlífsróbóta og þörf mannfólksins til þess að skilgreina hvort og hvernig mannréttinda róbótar eigi að njóta. Hann heldur að siðferði og mannréttindi gætu úrelst samhliða aukinni róbótavæðingu samfélagsins. Þannig feli gervigreind hugsanlega í sér aðra og hærri vitund sem bjóði upp á þróaðri valkosti en „gott“ og „vont“ og það sé ekki á valdi mannfólksins að meta hvort sé betra fyrir þá. Megi mátturinn vera með okkur öllum.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun