Framlög til viðhalds á vegakerfinu verða aukin um helming Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2018 18:35 Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira