Framlög til viðhalds á vegakerfinu verða aukin um helming Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2018 18:35 Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira