Íslenskar bækur verða í nýju hljóðbóka-appi Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 "Á meðan sala á hljóðbókum hefur farið mjög svo vaxandi erlendis hefur hefur skort á að við Íslendingar getum notið hljóðbóka í símum og snjalltækjum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, um hljóðbóka-appið. Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app sem gerir notendum mögulegt að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra bókaútgefanda í símum og öðrum snjalltækjum. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lausn sem þessari og erum afskaplega ánægð með að geta loksins boðið bókaunnendum upp á þessa lausn,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill Örn segir nýja appið ekki sérstakt viðbragð við sænsku hljóðbókaveitunni Storytel sem haslaði sér völl á íslenskum hljóðbókamarkaði í febrúar. „Við erum að selja allt aðra vöru. Hér kaupirðu einstakar hljóðbækur án skuldbindinga á meðan Storytel býður upp á áskrift,“ segir Egill Örn. Þegar sú Storytel var opnuð lýstu nokkrir íslenskir rithöfundar, meðal annars Forlagshöfundar, efasemdum og óánægju með. „Þessar óánægjuraddir snerust fyrst og fremst um áhyggjur af því hvernig gert er upp í svona hlaðborðsfyrirkomulagi. Það er ekki vandamál þegar við erum að selja stök eintök og ég veit að margir höfundar sem voru óánægðir á sínum tíma bíða spenntir eftir þessu appi.“Appið, „Forlagið – hljóðbók“, má nálgast í App Store og Play Store. Bækur í appinu verða á sérstöky kynningarverði út maí.Fréttablaðið hefur haft spurnir af óánægju annarra útgefenda með app Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við slíkt. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt um neina kergju og dettur ekki neitt annað til hugar en að hún muni þá stafa af ranghugmyndum um að þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app. Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert á móti, hafa sem allra flestar bækur annarra útgefenda þarna, rétt eins og í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Appið stendur galopið öðrum útgefendum og engum einum útgefanda verður hampað umfram annan.“ Meðal þeirra bóka sem koma út sem hljóðbækur í fyrsta sinn í dag eru Amma best eftir Gunnar Helgason, Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba, Myrkrið veit og fleiri bækur Arnalds Indriðasonar eru nú einnig fáanlegar sem hljóðbækur á íslensku í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt sé við að stór útgefandi sé einnig efnisveita af þessu tagi bendir hann á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef við horfum til nágrannalandanna, svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru hljóðbókaverslanir stórra útgefenda meðal stærstu endursöluaðilanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app sem gerir notendum mögulegt að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra bókaútgefanda í símum og öðrum snjalltækjum. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lausn sem þessari og erum afskaplega ánægð með að geta loksins boðið bókaunnendum upp á þessa lausn,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill Örn segir nýja appið ekki sérstakt viðbragð við sænsku hljóðbókaveitunni Storytel sem haslaði sér völl á íslenskum hljóðbókamarkaði í febrúar. „Við erum að selja allt aðra vöru. Hér kaupirðu einstakar hljóðbækur án skuldbindinga á meðan Storytel býður upp á áskrift,“ segir Egill Örn. Þegar sú Storytel var opnuð lýstu nokkrir íslenskir rithöfundar, meðal annars Forlagshöfundar, efasemdum og óánægju með. „Þessar óánægjuraddir snerust fyrst og fremst um áhyggjur af því hvernig gert er upp í svona hlaðborðsfyrirkomulagi. Það er ekki vandamál þegar við erum að selja stök eintök og ég veit að margir höfundar sem voru óánægðir á sínum tíma bíða spenntir eftir þessu appi.“Appið, „Forlagið – hljóðbók“, má nálgast í App Store og Play Store. Bækur í appinu verða á sérstöky kynningarverði út maí.Fréttablaðið hefur haft spurnir af óánægju annarra útgefenda með app Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við slíkt. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt um neina kergju og dettur ekki neitt annað til hugar en að hún muni þá stafa af ranghugmyndum um að þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app. Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert á móti, hafa sem allra flestar bækur annarra útgefenda þarna, rétt eins og í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Appið stendur galopið öðrum útgefendum og engum einum útgefanda verður hampað umfram annan.“ Meðal þeirra bóka sem koma út sem hljóðbækur í fyrsta sinn í dag eru Amma best eftir Gunnar Helgason, Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba, Myrkrið veit og fleiri bækur Arnalds Indriðasonar eru nú einnig fáanlegar sem hljóðbækur á íslensku í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt sé við að stór útgefandi sé einnig efnisveita af þessu tagi bendir hann á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef við horfum til nágrannalandanna, svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru hljóðbókaverslanir stórra útgefenda meðal stærstu endursöluaðilanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira