Láta draum Andra rætast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 21:27 vísir/egill Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“ Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést fyrir tæpum fjórum árum þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mítica á Spáni, hefur staðið í ströngu síðustu ár og hefur ákveðið að fara í einkamál við skemmtigarðinn. Forsvarsmenn garðsins hafa hingað til enga ábyrgð tekið á slysinu, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan.Sjá einnig: Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náðFaðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda GuðjónsdóttirVísir/EgillNú hefur fjölskyldan stofnað síðu á Karolinafund þar sem þau safna fjármagni. Ekki fyrir málaferlunum heldur vilja þau gera upp bíl Andra sem hefur staðið óhreyfður í fjögur ár en það var alltaf draumur feðganna að gjörbreyta bílnum eftir hugmyndum Andra. „Allt sem Andri átti varð að vera eiturgrænt. Ástæðan fyrir grænum vegg hér heima er að þetta var hans litur og bíllinn átti að vera grænn líka. Það var alltaf planið,“ segir Sveinn Sigfússon, faðir Andra. Fjölskyldan vonar að með söfnuninni verði bíllinn kominn á götuna fyrir 23 ára afmæli Andra í apríl á næsta ári. Bílinn ætla þau að eiga sjálf til minningar um Andra en vona þó að hann muni gegna stærra hlutverki í framtíðinni.Svona lítur bíllinn út í dag en fjölskyldan vill gera bílinn upp og sprauta hann eiturgrænan í anda Andra.„Kannski verður hann tákn baráttu gegn slysum í skemmtigörðum. Það er barátta sem mig langar að taka seinna þegar heilsan er komin aftur, að taka þá baráttu,“ segir Sveinn. Eftir að Andri lést hefur fjölskylda hans opnað augun fyrir þeim fjölmörgu hættum sem leynast í hinum ýmsu skemmtigörðum og benda til dæmis á facebook-síðu þar sem öll slys í skemmtigörðum eru tekin saman. Þau segja slysin líka gerast á Íslandi, þau hafi til að mynda orðið vitni af því þegar hoppukastali hrundi á hliðina í Hveragerði fyrir nokkru síðan en kastalinn var óbundinn.„Við lömuðumst þennan dag þegar við sáum þetta,“ segir Hulda, stjúpmóðir Andra. „Við duttum alveg niður - þetta var bara áminning um það sem við höfðum gengið í gegnum.“
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent