Hart deilt um framtíð Kvenfélags Kópavogs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2018 08:00 Kvenfélag Kópavogs á meðal annars sal í Hamraborg sem er yfir fimmtán milljóna króna virði samkvæmt fasteignamati. Vísir/ernir Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira