Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 12:42 Iceland sérhæfir sig í frosnum vörum. Ekki verður lengur pálmaolía í vörum sem eru merktar keðjunni. Vísir/Getty Breska verslanakeðjan Iceland hefur ákveðið að hætta að nota pálmaolíu í vörum sem eru merktar keðjunni fyrir árslok. Pálmaolía er í meira en helmingi allra vara sem bera vörumerki Iceland en framleiðsla hennar veldur stórfelldri eyðingu regnskóga í Asíu. Breytingin mun ná til verslana Iceland á Íslandi. Herferð Grænfriðunga vakti athygli stjórnenda Iceland á skaðsemi pálmaolíunnar fyrir náttúruna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Richard Walker, framkvæmdastjóri Iceland, segir að raunverulega vistvæn pálmaolía sé ekki til. Bann verslunarinnar nær hins vegar aðeins til vara sem eru seldar undir vörumerki keðjunnar sjálfrar. Enn verður boðið upp á vörur annarra framleiðenda sem innihalda pálmaolíu. Iceland er engu að síður fyrsta stóra breska verslunarkeðjan sem bannar pálmaolíu á einhvern hátt. Pálmaolía er notuð í gríðarlegum fjölda neytendavara, jafnt í kexkökum sem í sápu og snyrtivörum. Evrópusambandið samþykkti reglugerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálmaolíu sérstaklega. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem rekur verslanir Iceland á Íslandi, segir við Vísi að bannið við pálmaolíu skili sér til Íslands í þeim vörum sem verslanirnar hér kaupa inn frá Iceland og innihalda ekki lengur pálmaolíu.Náttúruverndarsvæði á Indónesíu þar sem skógur hefur verið brenndur til þess að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu.Vísir/AFPMeiriháttar losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun Regnskógar hafa verið ruddir í stórum stíl í Asíulöndum eins og Indónesíu til að búa til pláss fyrir pálmaræktun. Áætlað er að 8% allrar skógareyðingar á jörðinni frá 1990 til 2008 hafi átt sér stað vegna framleiðslu pálmaolíu. Eyðing skóganna er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda losnar jafnframt úr mó í jörðu þegar skógarnir eru brenndir. Auk áhrifanna á loftslag jarðar valda eldar til að ryðja skóga griðarlegri loftmengun í Asíu. Með eyðingu skóganna hverfur einnig búsvæði dýrategunda eins og órangútana. Talsmenn Iceland segja að bannið við pálmaolíu í vörum keðjunnar hafi kostnað í för með sér en þeim kostnaði verði ekki velt út í verðlag í verslununum. „Það verður viðbótarkostnaður en við teljum að það sé það rétta að gera,“ segir Walker við BBC.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá rekstraraðila Iceland á Íslandi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Breska verslanakeðjan Iceland hefur ákveðið að hætta að nota pálmaolíu í vörum sem eru merktar keðjunni fyrir árslok. Pálmaolía er í meira en helmingi allra vara sem bera vörumerki Iceland en framleiðsla hennar veldur stórfelldri eyðingu regnskóga í Asíu. Breytingin mun ná til verslana Iceland á Íslandi. Herferð Grænfriðunga vakti athygli stjórnenda Iceland á skaðsemi pálmaolíunnar fyrir náttúruna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Richard Walker, framkvæmdastjóri Iceland, segir að raunverulega vistvæn pálmaolía sé ekki til. Bann verslunarinnar nær hins vegar aðeins til vara sem eru seldar undir vörumerki keðjunnar sjálfrar. Enn verður boðið upp á vörur annarra framleiðenda sem innihalda pálmaolíu. Iceland er engu að síður fyrsta stóra breska verslunarkeðjan sem bannar pálmaolíu á einhvern hátt. Pálmaolía er notuð í gríðarlegum fjölda neytendavara, jafnt í kexkökum sem í sápu og snyrtivörum. Evrópusambandið samþykkti reglugerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálmaolíu sérstaklega. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem rekur verslanir Iceland á Íslandi, segir við Vísi að bannið við pálmaolíu skili sér til Íslands í þeim vörum sem verslanirnar hér kaupa inn frá Iceland og innihalda ekki lengur pálmaolíu.Náttúruverndarsvæði á Indónesíu þar sem skógur hefur verið brenndur til þess að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu.Vísir/AFPMeiriháttar losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun Regnskógar hafa verið ruddir í stórum stíl í Asíulöndum eins og Indónesíu til að búa til pláss fyrir pálmaræktun. Áætlað er að 8% allrar skógareyðingar á jörðinni frá 1990 til 2008 hafi átt sér stað vegna framleiðslu pálmaolíu. Eyðing skóganna er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda losnar jafnframt úr mó í jörðu þegar skógarnir eru brenndir. Auk áhrifanna á loftslag jarðar valda eldar til að ryðja skóga griðarlegri loftmengun í Asíu. Með eyðingu skóganna hverfur einnig búsvæði dýrategunda eins og órangútana. Talsmenn Iceland segja að bannið við pálmaolíu í vörum keðjunnar hafi kostnað í för með sér en þeim kostnaði verði ekki velt út í verðlag í verslununum. „Það verður viðbótarkostnaður en við teljum að það sé það rétta að gera,“ segir Walker við BBC.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá rekstraraðila Iceland á Íslandi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45