Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 19:45 Enn sem komið er hafa fjórtán framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Enn getur þó margt breyst. Vísir/Hlynur Allt bendir til þess að metfjöldi flokka bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þá fjölgar borgarfulltrúum sem þýðir að auðveldara verður fyrir framboðin að fá mann kjörinn inn í borgarstjórn. Að sögn stjórnmálafræðings er þó of snemmt að spá of mikið í spilin hvað varðar myndun meirihluta. 15 borgarfulltrúar eiga nú sæti í borgarstjórn Reykjavíkur en þeim fjölgar í 23 í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Til þess að ná manni inn samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þurftu flokkar á bilinu 7-6% fylgi en sá þröskuldur lækkar niður í rúmlega 4% með nýju fyrirkomulagi. Þá hafa aldrei fleiri framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram. Sex flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn; Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar sem mynda meirihluta auk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Björt framtíð hyggst þó ekki bjóða fram í vor og Framsóknarflokkurinn býður fram undir styttra nafni. Þá hafa minnst níu til viðbótar lýst vilja til að bjóða fram; Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn, Frelsisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og sérstakt kvennaframboð. Enn gætu fleiri bæst í hópinn eða aðrir fallið frá, en frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot„Það eru sem sagt fjórtán framboð sem hafa verið orðuð við framboð, náttúrlega mislangt á veg komin, en þá er það metfjöldi framboða í borginni,” segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hingað til hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluti haldið velli í skoðanakönnunum, allt þar til í dag en samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun er meirihlutinn fallinn. Að sögn Evu geta enn orðið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og er of snemmt að spá um of í spilin hvað varðar myndun meirihluta. „Kosningabaráttan er ekki byrjuð, og um leið og hún byrjar þá fer maður að sjá meiri hreyfingar á milli flokka,” segir Eva. „Ef maður horfir á framboðin sem koma til greina, þau eru 14, það er ekki víst að þeim takist öllum að stilla upp lista að þá raðast þessi framboð nokkurn veginn frá lengst til vinstri til lengst til hægri. Þannig að ég held að maður ætti frekar að gera ráð fyrir að þetta verði spurning um hvort þetta verði miðju-hægri borgarstjórnarmeirihluti eða miðju-vinstri borgarstjórnarmeirihluti.” Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Allt bendir til þess að metfjöldi flokka bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þá fjölgar borgarfulltrúum sem þýðir að auðveldara verður fyrir framboðin að fá mann kjörinn inn í borgarstjórn. Að sögn stjórnmálafræðings er þó of snemmt að spá of mikið í spilin hvað varðar myndun meirihluta. 15 borgarfulltrúar eiga nú sæti í borgarstjórn Reykjavíkur en þeim fjölgar í 23 í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Til þess að ná manni inn samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þurftu flokkar á bilinu 7-6% fylgi en sá þröskuldur lækkar niður í rúmlega 4% með nýju fyrirkomulagi. Þá hafa aldrei fleiri framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram. Sex flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn; Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar sem mynda meirihluta auk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Björt framtíð hyggst þó ekki bjóða fram í vor og Framsóknarflokkurinn býður fram undir styttra nafni. Þá hafa minnst níu til viðbótar lýst vilja til að bjóða fram; Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn, Frelsisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og sérstakt kvennaframboð. Enn gætu fleiri bæst í hópinn eða aðrir fallið frá, en frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot„Það eru sem sagt fjórtán framboð sem hafa verið orðuð við framboð, náttúrlega mislangt á veg komin, en þá er það metfjöldi framboða í borginni,” segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hingað til hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluti haldið velli í skoðanakönnunum, allt þar til í dag en samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun er meirihlutinn fallinn. Að sögn Evu geta enn orðið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og er of snemmt að spá um of í spilin hvað varðar myndun meirihluta. „Kosningabaráttan er ekki byrjuð, og um leið og hún byrjar þá fer maður að sjá meiri hreyfingar á milli flokka,” segir Eva. „Ef maður horfir á framboðin sem koma til greina, þau eru 14, það er ekki víst að þeim takist öllum að stilla upp lista að þá raðast þessi framboð nokkurn veginn frá lengst til vinstri til lengst til hægri. Þannig að ég held að maður ætti frekar að gera ráð fyrir að þetta verði spurning um hvort þetta verði miðju-hægri borgarstjórnarmeirihluti eða miðju-vinstri borgarstjórnarmeirihluti.”
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum