Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 19:45 Enn sem komið er hafa fjórtán framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Enn getur þó margt breyst. Vísir/Hlynur Allt bendir til þess að metfjöldi flokka bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þá fjölgar borgarfulltrúum sem þýðir að auðveldara verður fyrir framboðin að fá mann kjörinn inn í borgarstjórn. Að sögn stjórnmálafræðings er þó of snemmt að spá of mikið í spilin hvað varðar myndun meirihluta. 15 borgarfulltrúar eiga nú sæti í borgarstjórn Reykjavíkur en þeim fjölgar í 23 í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Til þess að ná manni inn samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þurftu flokkar á bilinu 7-6% fylgi en sá þröskuldur lækkar niður í rúmlega 4% með nýju fyrirkomulagi. Þá hafa aldrei fleiri framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram. Sex flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn; Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar sem mynda meirihluta auk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Björt framtíð hyggst þó ekki bjóða fram í vor og Framsóknarflokkurinn býður fram undir styttra nafni. Þá hafa minnst níu til viðbótar lýst vilja til að bjóða fram; Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn, Frelsisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og sérstakt kvennaframboð. Enn gætu fleiri bæst í hópinn eða aðrir fallið frá, en frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot„Það eru sem sagt fjórtán framboð sem hafa verið orðuð við framboð, náttúrlega mislangt á veg komin, en þá er það metfjöldi framboða í borginni,” segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hingað til hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluti haldið velli í skoðanakönnunum, allt þar til í dag en samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun er meirihlutinn fallinn. Að sögn Evu geta enn orðið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og er of snemmt að spá um of í spilin hvað varðar myndun meirihluta. „Kosningabaráttan er ekki byrjuð, og um leið og hún byrjar þá fer maður að sjá meiri hreyfingar á milli flokka,” segir Eva. „Ef maður horfir á framboðin sem koma til greina, þau eru 14, það er ekki víst að þeim takist öllum að stilla upp lista að þá raðast þessi framboð nokkurn veginn frá lengst til vinstri til lengst til hægri. Þannig að ég held að maður ætti frekar að gera ráð fyrir að þetta verði spurning um hvort þetta verði miðju-hægri borgarstjórnarmeirihluti eða miðju-vinstri borgarstjórnarmeirihluti.” Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Allt bendir til þess að metfjöldi flokka bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þá fjölgar borgarfulltrúum sem þýðir að auðveldara verður fyrir framboðin að fá mann kjörinn inn í borgarstjórn. Að sögn stjórnmálafræðings er þó of snemmt að spá of mikið í spilin hvað varðar myndun meirihluta. 15 borgarfulltrúar eiga nú sæti í borgarstjórn Reykjavíkur en þeim fjölgar í 23 í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Til þess að ná manni inn samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þurftu flokkar á bilinu 7-6% fylgi en sá þröskuldur lækkar niður í rúmlega 4% með nýju fyrirkomulagi. Þá hafa aldrei fleiri framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram. Sex flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn; Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar sem mynda meirihluta auk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Björt framtíð hyggst þó ekki bjóða fram í vor og Framsóknarflokkurinn býður fram undir styttra nafni. Þá hafa minnst níu til viðbótar lýst vilja til að bjóða fram; Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn, Frelsisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og sérstakt kvennaframboð. Enn gætu fleiri bæst í hópinn eða aðrir fallið frá, en frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot„Það eru sem sagt fjórtán framboð sem hafa verið orðuð við framboð, náttúrlega mislangt á veg komin, en þá er það metfjöldi framboða í borginni,” segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hingað til hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluti haldið velli í skoðanakönnunum, allt þar til í dag en samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun er meirihlutinn fallinn. Að sögn Evu geta enn orðið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og er of snemmt að spá um of í spilin hvað varðar myndun meirihluta. „Kosningabaráttan er ekki byrjuð, og um leið og hún byrjar þá fer maður að sjá meiri hreyfingar á milli flokka,” segir Eva. „Ef maður horfir á framboðin sem koma til greina, þau eru 14, það er ekki víst að þeim takist öllum að stilla upp lista að þá raðast þessi framboð nokkurn veginn frá lengst til vinstri til lengst til hægri. Þannig að ég held að maður ætti frekar að gera ráð fyrir að þetta verði spurning um hvort þetta verði miðju-hægri borgarstjórnarmeirihluti eða miðju-vinstri borgarstjórnarmeirihluti.”
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45