Orð og gerðir Magnús Guðmundsson skrifar 11. apríl 2018 10:00 Það er vart sá Íslendingur sem gerir sér ekki grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er löngu komið að einhvers konar þolmörkum. Margar deildir á stundum yfirfullar, kostnaður langveikra oftar en ekki allt of hár, biðin eftir þjónustu löng, erfið og jafnvel ekki án afleiðinga og margar starfsstéttir innan kerfisins langþreyttar á ástandinu. Þetta ástand hefur lengi verið fyrirferðarmikið í umræðunni frá degi til dags og í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga þegar frambjóðendur kappkosta að lofa endurreisn og boða betri tíð með blóm í haga. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóvember síðastliðins, í nafni pólitísks og efnahagslegs stöðugleika, er ekki laust við að margir hafi bundið vonir við komu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytið. Þær vonir dvína þó ört því henni virðist ætla að verða lítið ágengt í þeim skjótu umskiptum á heilbrigðiskerfinu til betri vegar sem þorri þjóðarinnar hefur svo lengi beðið eftir. Auk þess sem Svandís er illu heilli farin að verja vondan málstað í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra fremur en að beita sér fyrir sómasamlegri lausn málsins. Það er ekki að undra að ljósmæður séu ósáttar við ummæli Svandísar á Alþingi síðastliðinn mánudag þar sem hún gaf til kynna að kjaravanda ljósmæðra mætti rekja til þess að þær hefðu valið að vera innan sérstaks stéttarfélags innan BHM. Þessa undarlegu vangaveltu setti Svandís fram í framhaldi af eðlilegri fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra, við litla hrifningu ráðherrans. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að Svandís sagði líka að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Vonandi á það líka við þá mikilvægu tveggja ára menntun sem ljósmæður sækja sér að loknu námi í hjúkrunarfræðum til þess að afla sér réttinda og færni til þessa mikilvæga starfs. Til þessa virðist, samkvæmt svari Svandísar, að hún hafi látið duga að beita sér í deilunni gegnum forstjóra Landspítalans að bættu starfs- og vaktaumhverfi ljósmæðra. Það er nú tæpast líklegt til árangurs í ljósi þess að hvorki menntun né vinnuframlag ljósmæðra virðast metin til launa. En ef Svandís vill beita sér fyrir því að menntun ljósmæðra sé metin til launa þá gæti hún til að mynda miðað við hverju viðbótarmenntun skilar gamalgrónum háskólastéttum á borð við lögfræðinga og presta. Stéttum sem voru byggðar upp sem hefðbundnar karlastéttir sem er einmitt það sem kvennastéttir þurfa að miða við til þess að ná fram raunverulegu launajafnrétti í samfélaginu. Að tala fjálglega um mikilvægi ljósmæðra sem kvennastéttar sem sinnir konum á dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra skilar þeim engu í launaumslagið. Það skilar ekki heldur jafnréttis- og launabaráttu kvenna á Íslandi fram á við á meðan orð og gerðir fara ekki saman. En vonandi ætlar Svandís Svavarsdóttir ekki að vera heilbrigðisráðherra sem segir eitt en gerir annað eða ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er vart sá Íslendingur sem gerir sér ekki grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er löngu komið að einhvers konar þolmörkum. Margar deildir á stundum yfirfullar, kostnaður langveikra oftar en ekki allt of hár, biðin eftir þjónustu löng, erfið og jafnvel ekki án afleiðinga og margar starfsstéttir innan kerfisins langþreyttar á ástandinu. Þetta ástand hefur lengi verið fyrirferðarmikið í umræðunni frá degi til dags og í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga þegar frambjóðendur kappkosta að lofa endurreisn og boða betri tíð með blóm í haga. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóvember síðastliðins, í nafni pólitísks og efnahagslegs stöðugleika, er ekki laust við að margir hafi bundið vonir við komu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytið. Þær vonir dvína þó ört því henni virðist ætla að verða lítið ágengt í þeim skjótu umskiptum á heilbrigðiskerfinu til betri vegar sem þorri þjóðarinnar hefur svo lengi beðið eftir. Auk þess sem Svandís er illu heilli farin að verja vondan málstað í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra fremur en að beita sér fyrir sómasamlegri lausn málsins. Það er ekki að undra að ljósmæður séu ósáttar við ummæli Svandísar á Alþingi síðastliðinn mánudag þar sem hún gaf til kynna að kjaravanda ljósmæðra mætti rekja til þess að þær hefðu valið að vera innan sérstaks stéttarfélags innan BHM. Þessa undarlegu vangaveltu setti Svandís fram í framhaldi af eðlilegri fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra, við litla hrifningu ráðherrans. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að Svandís sagði líka að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Vonandi á það líka við þá mikilvægu tveggja ára menntun sem ljósmæður sækja sér að loknu námi í hjúkrunarfræðum til þess að afla sér réttinda og færni til þessa mikilvæga starfs. Til þessa virðist, samkvæmt svari Svandísar, að hún hafi látið duga að beita sér í deilunni gegnum forstjóra Landspítalans að bættu starfs- og vaktaumhverfi ljósmæðra. Það er nú tæpast líklegt til árangurs í ljósi þess að hvorki menntun né vinnuframlag ljósmæðra virðast metin til launa. En ef Svandís vill beita sér fyrir því að menntun ljósmæðra sé metin til launa þá gæti hún til að mynda miðað við hverju viðbótarmenntun skilar gamalgrónum háskólastéttum á borð við lögfræðinga og presta. Stéttum sem voru byggðar upp sem hefðbundnar karlastéttir sem er einmitt það sem kvennastéttir þurfa að miða við til þess að ná fram raunverulegu launajafnrétti í samfélaginu. Að tala fjálglega um mikilvægi ljósmæðra sem kvennastéttar sem sinnir konum á dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra skilar þeim engu í launaumslagið. Það skilar ekki heldur jafnréttis- og launabaráttu kvenna á Íslandi fram á við á meðan orð og gerðir fara ekki saman. En vonandi ætlar Svandís Svavarsdóttir ekki að vera heilbrigðisráðherra sem segir eitt en gerir annað eða ekki neitt.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun